Aldarsaga UMSK 1922-2022

522 leið og þau komu út úr rútunni röðuðu þau sér í halarófu og engar stympingar voru. Þetta var alveg frábært. Biðu þangað til röðin kom að þeim. Þau náttúrulega hlógu og gerðu að gamni sínu. Þau voru alveg til fyrirmyndar. Eigandinn gaf hverju barni blóm í viðurkenningarskyni.“690 Margrét Bjarnadóttir var kjörin fyrsti formaður félagsins og skilaði þar geysigóðu starfi eins og fram kemur í viðtali frá árinu 1991 þar sem nokkrar Gerplustúlkur litu til frumbýlisáranna: „Við skiljum það betur nú hve Margrét var óskaplega dugleg. Það er mikið til henni að þakka að við fengum að fara í allar þessar sýninga- og keppnisferðir sem hafa skilið svo mikið eftir. Slíkar ferðir krefjast mjög mikillar vinnu í sambandi við undirbúning og móttöku gestgjafanna sem var yfirleitt ári seinna. Hún var í þessu af lífi og sál.“691 Gerpla fékk æfingatíma í íþróttahúsi Kópavogsskóla en það dugði skammt. Sækja þurfti til Reykjavíkur til að fá æfingahúsnæði, til dæmis hjá KFUM og KFUK og í Íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu sem var reist árið 1935 og var stærsta íþróttahúsið í höfuðborginni þar til bragginn á Hálogalandi kom til sögunnar eftir seinni heimsstyrjöld. Um skeið æfði félagið á sjö stöðum á Reykjavíkursvæðinu og flutti áhöldin á milli staða.692 Fimleikar voru í fyrirrúmi hjá Gerplu en félagsmenn stunduðu einnig badminton og borðtennis, strax á fyrsta starfsárinu. Borðtennis var þá að skjóta rótum á Íslandi en hafði vakið heimsathygli eftir að bandaríska borðtennislandsliðinu var boðið til Kína árið 1971, sama árið og Gerpla var stofnuð. Þá hafði ríkt mikill kuldi í samskiptum Bandaríkjanna og Kína en ferðin liðkaði fyrir á þeim vettvangi og í febrúar 1972 fór Nixon, forseti Bandaríkjanna, í opinbera heimsókn til Kína. Var þessi atburðarás stundum kölluð ping-pong þíðan.693 Gerpla hélt námskeið í badminton vorið 1971, kennari var Garðar Alfonsson sem þá var formaður Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur (TBR). Ári síðar annaðist Gerpla UMSK-mót í badminton. Strax á fyrsta starfsári sínu sannaði Gerpla sig sem fullgilt íþróttafélag og í blaði sem félagið gaf út árið 1972 ritaði Guðmundur Gíslason, framkvæmdastjóri UMSK: „Tilkoma Íþróttafélagsins Gerplu hefur haft jákvæð áhrif að mínu viti … Þetta má rökstyðja með því að nú hefur UMSK tekið upp á stefnuskrá sína íþróttagreinar sem Gerpla hefur verið brautryðjandi í á sambandssvæðinu, Ungir iðkendur á sumarnámskeiði hjá Gerplu á 9. áratugnum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==