Aldarsaga UMSK 1922-2022

521 Þórunn Ísfeld, sem tók þátt í stofnun Gerplu, sagði í blaðaviðtali árið 1991: „Ég byrjaði í þessu bara af því að það var auglýst leikfimikennsla fyrir konur í Kópavogsskóla. Ég lenti strax í hóp hjá Margréti Bjarnadóttur. Þannig datt ég inn í þennan hóp sem þá hafði æft í eitt ár og um vorið var svo Íþróttafélagið Gerpla stofnað. Það þótti meiri háttar brandari og hreint ótrúlegt að einhverjar konur skyldu vera búnar að stofna íþróttafélag. Og svo þegar þeim datt í hug að ganga í UMSK og verða aðili í Ungmennafélagshreyfingunni líka. Þeir önsuðu þeim ekki til að byrja með. Það kostaði töluverða togstreitu að fá að ganga í UMSK af því að þetta var ekki talin nein íþróttamennska sem konur stunduðu þá.“688 Gerpla var stofnuð í formennskutíð Sigurðar Skarphéðinssonar í UMSK sem kvaðst ekki hafa verið ýkja hrifinn þegar sú hugmynd kom fram að stofna fimleikafélag í Kópavogi. Hann sagði í viðtali árið 2018: „Þegar stofnun Gerplu var í undirbúningi kom upp ákveðinn ágreiningur. Mér fannst að fimleikarnir ættu frekar heima innan Breiðabliks og skynsamlegra að efla fimleikaiðkun þar. Ég lenti í nokkrum deilum við þá sem vildu stofna nýtt fimleikafélag, einkum Margréti Bjarnadóttur sem var einörð í sinni afstöðu. Það endaði á því að ég baðst afsökunar á því að hafa beitt mér gegn því að Gerpla yrði stofnuð, ég sá að félagið átti fullan rétt á sér. Ég hafði á röngu að standa og viðurkenndi það.“689 Stofnun Gerplu verður að teljast merkileg í sögulegu samhengi, sprottin af áhuga og elju úr grasrótinni, einkum hjá konum, kringum íþróttagrein sem var lítið sinnt innan UMSK á þeim árum. Og árangurinn lét ekki á sér standa: Sumarið 1972 sýndu 17 stúlkur úr Gerplu fimleika við þjóðhátíðarhöldin í Kópavogi og ári síðar tók Gerpla þátt í fimleikasýningu í Danmörku. Árið 1977 tók félagið fyrst þátt í keppni erlendis, í Noregi, og síðan hefur félagið farið utan í margar keppnisferðir. Ekki má gleyma vorferðunum innanlands, ein var uppgræðsluferð í Bolabás og einnig var farið í Þórsmörk árið 1975. Hér er brot úr ferðasögunni: „Á leiðinni austur var samþykkt að koma við í Eden. Margrét [Bjarnadóttir] stóð upp rétt áður en við komum þangað og tilkynnti þetta og börnin mættu versla það sem þau vildu en þau mættu ekki ryðjast fram fyrir aðra. Þau ættu að fara í röð. Um Merki Gerplu sem Ólafur Th. Ólafsson teiknaði. Eldri og yngri hópur Gerplunnar á æfingu árið 1975 ásamt þjálfurunum Margréti Bjarnadóttur og Steini Magnússyni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==