Aldarsaga UMSK 1922-2022

52 irnir ekki sjaldnar en mánaðarlega og skemmtifundur einu sinni á ári. Árið 1910 hófu liðsmenn Aftureldingar að gefa út handskrifað blað sem nefndist Dagrenningur og var það látið ganga boðleið um hreppinn. Þar birtust greinar sem félagsmenn sömdu, þýddar og frumsamdar, og þar voru einnig frásagnir af ferðum og fundum félagsmanna. Stundum kom þó fyrir að blaðið strandaði á einhverjum bænum og árið 1920 var samþykkt að hætta útsendingum Dagrennings en lesa hann heldur upp á fundum. Svo var gert um langan aldur en eftir miðja síðustu öld fór að fjara undan blaðinu og síðasta eintakið var lesið upp árið 1955. Á fyrstu árum félagsins starfaði söngflokkur sem hlaut nafnið Litla kórið og sá hann um sönginn alls staðar á samkomum félagsins, mótum, fundum og skemmtunum og þá einnig í kirkjunni. Félagsmenn söfnuðu lengi frásögnum af starfi félagsins saman í litla bók sem auðvitað var kölluð Litla bókin og þar er skrásett mikið starf þrátt fyrir hið hógværa nafn. Aftureldingarmenn voru duglegir að skapa sér sameiginlegar gleðistundir eins og einn félaginn sagði frá í minningarriti UMFÍ 1937: Langferðir í bílum: Þingvellir, Fljótshlíð, Þjórsárdalur, Laugardalur, Borgarfjörður, Vík, Geysir, Gullfoss, – oftast sólskin, stundum rigning, alltaf söngur og gleði. Vikivakar, – ný og gömul kvæði, ný og gömul lög, – nýir vinir. Útilegur á grasafjalli, tjaldlíf og fjallafegurð, komið heim með stóra – eða smáa – grasapoka, björg í bú.9 Félagið var á hrakhólum með húsnæði og voru fundir ýmist haldnir í þinghúsi hreppsins sem var kaldur og óhreinn kofi eða á heimilum félagsmanna víðs vegar í sveitinni. Árið 1921 mæltist hreppsnefndin til þess við félagið að það legði fram fé til byggingar samkomuhúss fyrir sveitina. Félagsmenn brugðust vel við og lánuðu hreppnum aleigu sína, 3000 krónur, sem var stórmikið fé. Framkvæmdir hófust vorið 1922. Þá grófu félagar í Aftureldingu fyrir grunninum eina bjarta júnínótt. Byggingin reis hratt og sagði svo frá því í Skinfaxa um sumarið: „U.M.F. Afturelding í Mosfellssveit Unga fólkið í Grafarholti sem var í fylkingarbrjósti Ungmennafélagsins Aftureldingar á fyrstu árum þess. Sitjandi: Sigurður Eyvindsson, Þórunn Björnsdóttir, Björn Birnir Björnsson og Helga Björnsdóttir. Standandi: Steindór Björnsson, Guðrún Björnsdóttir, Sólveig Björnsdóttir, Pétur Eyvindsson og Sigríður Björnsdóttir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==