Aldarsaga UMSK 1922-2022

519 Örn Þorsteinsson. Félagið náði strax góðri fótfestu á sínu sviði, um starf þess árið 2015 segir í ársskýrslu UMSK: „Hnefaleikafélag Kópavogs hefur á árinu náð góðri festu í bæjarfélaginu og á landinu öllu þar sem félagið er nú orðið leiðandi afl í framþróun hnefaleika á Íslandi og eigum við fulltrúa í helstu nefndum sem kemur að hnefaleikum á Íslandi. Síðustu ár hafa farið sérstaklega í uppbyggingu á barna- og unglingastarfi félagsins sem á fjölmarga þátttakendur á diplómamótum sem haldin eru mánaðarlega.“679 Félagsmenn hafa tekið þátt í keppni heima og erlendis með ágætum árangri, má þar nefna Jafet Örn Þorsteinsson og Emin Kadri Eminsson. Barna- og ungmennastarf félagsins er einnig mjög líflegt og námskeið félagsins voru vel sótt, í ársskýrslu UMSK fyrir árið 2016 segir: „Mikil gróska er í hnefaleikum á Íslandi og hefur aldrei verið eins mikið um keppnir og námskeið á vegum HNÍ eins og á árinu 2016. Félagsmenn tóku virkan þátt í því með miklum sóma. Félagið heldur áfram að vaxa og dafna og tekur á móti nýjum félagsmönnum í hverjum mánuði …“680 Árið 2019 voru 175 félagsmenn í Hnefaleikafélagi Kópavogs. Loks er því við að bæta að annað hnefaleikafélag er starfandi í Kópavogi. Það er Hnefaleikafélagið Haförn sem er nýtt af nálinni, stofnað árið 2021 og gekk ári síðar í UMSK. Fimleikar – fögur íþrótt „Þetta vakti töluverða undrun“ Lengi var gerður lítill greinarmunur á hugtökunum „fimleikar“ og „leikfimi“, mörkin þar á milli voru óljós.681 Iðkun þessara íþróttagreina á Íslandi teygir sig aftur á 19. öld, piltarnir í Lærða skólanum (seinna Menntaskólinn í Reykjavík) stunduðu leikfimi og Fimleikafélag Eskifjarðar var stofnað árið 1876, það var ætlað bæði piltum og stúlkum og smíðuðu félagsmenn sjálfir áhöldin sem þeir notuðu á æfingum og sýningum.682 Í Reykjavík stofnaði skoskur prentari, James B. Ferguson, Reykjavík Gymnastic Club árið 1895 fyrir unga pilta. Ferguson er reyndar þekktari fyrir að kynna nýja íþrótt fyrir Íslendingum sem var knattspyrnan. Snemma á 20. öld tóku stök íþrótta- og ungmennafélög fimleika upp á sína arma, þeir voru sýningargrein á landsmóti UMFÍ árið 1911 og á þjóðhátíðardaginn það sama ár sýndu konur úr Ungmennafélaginu Iðunni fimleika á Melavellinum í Reykjavík sem þá var glænýr. Sýningin vakti bæði athygli og undrun eins og fram kemur í frásögn eins þátttakandans, Sigríðar Þorsteinsdóttur kjólameistara: „Stúlkurnar 12 töldu ekki eftir sér Félagar úr Hnefaleikafélagi Kópavogs árið 2020.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==