518 júnímánuði 2020 kom taekwondo-landslið Færeyinga í heimsókn og æfði með félagsmönnum, farið var í skoðunarferð og allir skemmtu sér hið besta. Þegar Íslendingar hugðust endurgjalda Færeyingum heimsóknina síðar á árinu var lokað fyrir öll slík samskipti vegna faraldursins. Árið 2021 stóðu liðsmenn TKO sig vel á mótum og iðkendahópurinn er fjölbreyttur líkt og fram kemur í ársskýrslu UMSK: „Við bættum við flokkum til að geta hugsað betur um yngri kynslóðina og héldum áfram með starfsemi fyrir börn með einhverfu, hegðunarvandamál og þolendur eineltis. Yngsti nemandinn til að taka beltapróf var 3 ára og sá elsti 62 ára og er því hópurinn mjög breiður. 8 nemendur tóku próf fyrir svart belti og þar á meðal hinn 20 ára Gunnar Snorri Svanþórsson sem tók 4. dan meistaragráðu, yngstur Íslendinga. Við sjáum fram á að félagið reisi sig hratt við á komandi mánuðum og er stefnan sett á að vinna öll mót innanlands á næstu árum. Einnig er stefnan sett á mót erlendis og munum við taka þátt í uppbyggingu landsliða Taekwondo sambandsins á komandi misserum.“672 Hnefaleikar Hnefaleikar hafa lengi fylgt hinum viti borna manni og hafa varðveist frásagnir hjá fornklassískum höfundum um hnefaleika, meðal annars í Hómerskviðum og hjá rómverska skáldinu Virgli.673 Hnefaleikar voru fyrst keppnisgrein á Ólympíuleikum í St. Louis í Bandaríkjunum árið 1904, þar var bæði keppt í hnefaleikum karla og kvenna og voru þátttakendur allir frá Bandaríkjunum.674 Árið 1916 barst greinin til Íslands með Vilhelm Jakobssyni hraðritara sem hafði stundað hnefaleika í Danmörku og hóf hann að kenna þá í Reykjavík, einkum nemendum Sjómannaskólans.675 Iðkun hnefaleika á Íslandi mætti strax nokkurri andúð en þeir náðu þó að skjóta rótum, á 3. áratugnum voru haldnar hnefaleikasýningar, fyrsta hnefaleikamótið fór fram í Gamla bíói árið 1928 og Hnefaleikafélag Reykjavíkur var stofnað árið 1933.676 Einnig var starfræktur hnefaleikaskóli, haldnar sýningar og keppni. Glímufélagið Ármann var þar fremst í flokki, innan KR starfaði hnefaleikadeild sem gaf út kennslubók í hnefaleikum árið 1948 og ÍSÍ gaf út reglur um hnefaleika og hnefaleikamót. Andstaðan gegn hnefaleikum var þó ávallt fyrir hendi og svo fór að Alþingi bannaði sýningar, kennslu og keppni í greininni árið 1956.677 Frumvarpið var í fjórum liðum sem hér segir: „1. gr. Bönnuð er öll keppni eða sýning á hnefaleik. Enn fremur er bannað að kenna hnefaleik. 2. gr. Bönnuð er sala og notkun hnefaleikaglófa og annarra tækja, sem ætluð eru til þjálfunar hnefaleikara. Í reglugerð skal ákveða, hvernig fara skuli með slík tæki, sem nú eru til í landinu. 3. gr. Brot gegn lögum þessum og reglugerð, settri samkvæmt þeim, skal varða sektum allt að 10.000 krónum, ef ekki liggur þyngri refsing við brotinu samkvæmt öðrum lögum. 4. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.“678 Hnefaleikar voru leyfðir á ný og eru núna stundaðir í allmörgum félögum. Hnefaleikasamband Íslands, sem var stofnað árið 2015, er aðili að ÍSÍ og tvö hnefaleikafélög eru í UMSK eins og nú verður rakið. Hnefaleikafélag Kópavogs var stofnað 21. febrúar 2013 og gekk ári síðar í UMSK. Helstu hvatamennirnir að stofnun félagsins voru Kjartan Guðmundsson og Jafet Meistaramót Íslands í hnefaleikum árið 1936. Vilhjálmur Guðmundsson (til vinstri) og Aðalsteinn Þorsteinsson keppa í þungavigt undir beru lofti, vörður laganna fylgist með. Tveimur árum síðar fór Aðalsteinn til Spánar þar sem hann barðist ásamt fleiri Íslendingum í spænsku borgarastyrjöldinni.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==