517 taka þátt í keppnismótum með góðum árangri. Iðkendur skiptu fáeinum tugum, bæði piltar og stúlkur á aldrinum 8–14 ára. Síðar bættist við svokallaður krílatími sem er ætlaður 3–5 ára börnum. Þar er blandað saman leikjum, einföldum æfingum og undirstöðuatriðum í þessari vinsælu sjálfsvarnaríþrótt. Breiðablik. Taekwondo-deild Breiðabliks var stofnuð árið 2009. Tíu árum síðar stóð starfið þar með miklum blóma, aðsóknin hafði stóraukist og deildin vann deildarbikar Breiðabliks. Æfingar fara fram í íþróttahúsi Lindaskóla í Kópavogi, árangur á stærri mótum hefur skilað sér, til dæmis á Íslandsmótinu árið 2017. Þar voru þrír keppendur úr Breiðabliki og unnu þeir allir til verðlauna sem hér segir: Atli Jónsson varð Íslandsmeistari í –63 kg flokki. Íris Lena Rúnarsdóttir vann silfurverðlun í +63 kg flokki. Björn Andri Blöndal hlaut silfurverðlaun í –73 kg flokki. Ungmennafélag Álftaness (UMFÁ). Á haustmánuðum árið 2015 hófust æfingar á Álftanesi fyrir alla aldursflokka í taekwondo og einnig í soo-bahk-do en það er bardagaíþrótt sem rekur uppruna sinn til Kóreu. Henni er lýst þannig á heimasíðu Ungmennafélags Álftaness: „Soo Bahk Do er mun rólegri og andlegri bardagalist heldur en t.d. Taekwondo og miðar að því að kynnast sjálfum sér og auka líkamsmeðvitund í gegnum líkamlega þjálfun og andlegan aga. Ein af hugmyndum listarinnar er sú að fólk sem lærir að berjast getur verið hættulegt og því þarf að kenna fólki að forðast árekstra. Með því að kenna sterka heimspeki meðfram líkamlegum æfingum verður einstaklingurinn sterkari að innan og utan, lærir að forðast innri og ytri átök.“671 Taekwondo-félag Kópavogs. Eitt félag innan UMSK iðkar eingöngu taekwondo. Það er Taekwondo-félag Kópavogs (TKO) sem var stofnað 20. febrúar 2020 og gekk sama ár í UMSK. Tilgangur félagsins er iðkun og keppni í ólympíugreininni taekwondo. Fyrsta starfsár félagsins var mótað af heimsfaraldrinum líkt og allt íþróttastarf á Íslandi um það leyti. Félaginu tókst þó að halda úti æfingum, bæði staðbundnum og á netinu og í Árið 2022 náði Taekwondosamband Íslands tvítugsaldri, myndin var tekin á afmælissýningu sambandsins. Auglýsing frá Ungmennafélagi Álftaness þar sem fólk er hvatt til að stunda hina fornu íþrótt soo-bahk-do.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==