Aldarsaga UMSK 1922-2022

516 meistari við framhaldsskólann á Laugum í Reykjadal. Um svipað leyti dofnaði yfir karatedeild Stjörnunnar, iðkendum fækkaði og árið 1996 var ákveðið að leggja deildina niður.669 Garðbæingar hafa þó ekki sagt skilið við þessa fornu bardagaíþrótt því árið 2021 var Karatefélag Garðabæjar stofnað og gekk í UMSK ári síðar. Þar er boðið upp á karatekennslu fyrir alla aldurshópa og sérstök áhersla lögð á kennslu yngstu iðkendanna. Árið 1997 var karatedeild stofnuð innan Aftureldingar í Mosfellsbæ, fyrsti formaður hennar var Magnús Örn Friðjónsson. Starf deildarinnar varð strax mjög öflugt undir stjórn yfirþjálfarans Vicente Carrasso. Iðkendur voru lengi 40–50 talsins og ekki skorti afreksfólkið, má þar nefna Telmu Rut Frímannsdóttur (f. 1992) og Kristján Helga Carrasso (f. 1993) sem voru nokkrum sinnum kjörin karatemenn Aftureldingar. Árið 2006 fékk Telma svarta beltið í karate, yngst stúlkna, og þremur árum síðar voru Telma og Kristján kosin íþróttamaður og íþróttakona Aftureldingar, á aldarafmæli félagsins. Karatedeild UMFA starfar enn af krafti og einbeitir sér að æfingum fyrir unga iðkendur, æfingar fara fram í sérstökum bardagasal í íþróttahúsinu á Varmá. Á aldarafmæli UMSK haustið 2022 var Anna Olsen formaður deildarinnar og meirihluti stjórnarinnar var skipaður konum. Æfingar voru jafnt fyrir börn, unglinga og fullorðna, bæði fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir, einnig er afrekshópur við lýði. Sjö þjálfarar eru við störf innan deildarinnar og er Willem C. Verheul yfirþjálfari. Meðal afreksmanna er Þórður Jökull Henrysson (f. 2002), margfaldur Íslandsmeistari í karate. Hér fylgir listi yfir þá iðkendur úr Aftureldingu sem hlutu svarta beltið í karate á árinum 2013–2021, sumir oftar en einu sinni því um mismunandi flokka íþróttarinnar er að ræða: 2013 Kári Haraldsson – shodan ho. Jón Magnús Jónsson – shodan ho. 2014 Kári Haraldsson – shodan. Þórarinn Jónsson – shodan ho. 2015 Hrafnkell Haraldsson – shodan ho. Matthías Eyfjörð Jóhannesson – shodan ho. 2016 Arnar Þór Björgvinsson – shodan ho. 2017 Arnar Þór Björgvinsson – shodan. Alma Ragnarsdóttir – shodan ho. Anna Olsen – shodan ho. Elín Björg Arnarsdóttir – shodan ho. Máni Hákonarson – shodan ho. Valdís Ósk Árnadóttir – shodan ho. Þórður Jökull Henrysson – shodan ho. 2018 Anna Olsen – shodan. Elín Björg Arnarsdóttir – shodan. Máni Hákonarson – shodan. Þórður Jökull Henrysson – shodan. Agla Þórarinsdóttir – shodan ho. Andrés Björgvinsson – shodan ho. Gunnar Haraldsson – shodan ho. 2019 Agla Þórarinsdóttir – shodan. Andrés Björgvinsson – shodan. Gunnar Haraldsson – shodan. Emil Gústafsson – shodan ho. Hugi Tór Haraldsson – shodan ho. Oddný Þórarinsdóttir – shodan ho. Zsolt Kolcsár – shodan ho. 2021 Anna Olsen – nidan. Gunnar Haraldsson – nidan. Þórður Jökull Henrysson – nidan. Emil Gústafsson – shodan. Hugi Tór Haraldsson – shodan. Oddný Þórarinsdóttir – shodan.670 Taekwondo Taekwondo er kóresk bardagaíþrótt sem er byggð á ævafornri sjálfsvarnarlist. Árið 1988 var fyrst keppt í taekwondo á Ólympíuleikunum, í Seúl í Suður-Kóreu þar sem greinin er þjóðaríþrótt. Taekwondo barst til Vesturlanda á seinni helmingi 20. aldar, íþróttagreinin var iðkuð á Keflavíkurflugvelli á 8. áratugnum og breiddist síðan út til annarra byggða, Taekwondosamband Íslands var stofnað 28. apríl 2002. Innan UMSK er taekwondo iðkað í fjórum félögum, Afturelding reið á vaðið og síðan fylgdu önnur félög í kjölfarið. Afturelding. Taekwondo-deild Aftureldingar var stofnuð árið 2007 en þá höfðu æfingar staðið yfir innan félagsins í nokkur ár. Fyrsti formaður deildarinnar var Helena Línudóttir Kristbjörnsdóttir, með henni í stjórn sátu Arnar Snær Valmundsson ritari og Flemming Þór Hólm gjaldkeri. Stjórnin lagði kapp á að deildin yrði fyrirmyndardeild innan ÍSÍ, líkt og aðrar deildir Aftureldingar, og náðist það takmark. Félagar fóru fljótlega að

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==