Aldarsaga UMSK 1922-2022

515 þjálfari og keppandi. Deildin óx hratt, eftir nokkra mánuði voru iðkendur um 60 talsins. Um svipað leyti nam karate einnig land innan Breiðabliks, á Álftanesi og hjá Gerplu en þar æfði og keppti meðal annarra Karl Gauti Hjaltason, síðar alþingismaður. Hann ritaði ítarlega grein um karate í UMSK-blaðið 1985 og sagði meðal annarra orða: „Innan UMSK er karate æft í Karatedeild Gerplu, Karatedeild UBK, Karatedeild Stjörnunnar og á Álftanesi, tvö fyrrnefndu félögin iðka Shotokan. Bæði Gerpla og Stjarnan hafa á að skipa góðum karatemönnum, enda eru 4 ár liðin síðan karate var tekið upp í þeim félögum.“667 Um skeið starfaði karateráð innan UMSK, þar sat meðal annarra Þorlákur Kristinsson, betur þekktur sem myndlistarmaðurinn Tolli, sem æfði karate með Gerplu. Snemma á 9. áratugnum voru haldin héraðsmót UMSK í karate og keppt í nokkrum flokkum um titilinn UMSKmeistari. Keppendur komu frá Stjörnunni, Gerplu og Breiðabliki en þar var karatedeild stofnuð árið 1984, Ævar Þorsteinsson varð fyrsti formaður deildarinnar. Árið 1986 voru tveir landsliðsmenn í karate úr Breiðabliki, Ævar Þorsteinsson og Kristín Einarsdóttir sem kepptu á Norðurlandameistaramótinu í Finnlandi. Íþróttin náði miklu flugi innan Breiðabliks og árið 1990 var karatedeildin sú þriðja stærsta innan félagsins og æfði þá í íþróttahúsinu í Digranesi. Deildin starfar enn af krafti, starfið er fyrst og fremst fyrir börn og unglinga og þar er rekinn karateskóli fyrir 4–5 ára börn. Allar æfingar fara nú fram í karatesalnum á 2. hæð í íþróttahúsinu Smáranum. Karate var sýningargrein á landsmóti UMFÍ í Mosfellsbæ árið 1990, nær allir keppendurnir komu frá UMSK, enda stóð greinin þá með miklum blóma hjá Breiðabliki og Stjörnunni. Keppt var bæði í „kumite“ og „kata“. Hjá Stjörnunni naut karatedeildin mikilla vinsælda í yngri aldursflokkunum og einstaklingar úr deildinni unnu titla á Norðurlandameistaramótinu, til dæmis Þorleifur Jónsson og Halldór Stefánsson. Árið 1991 flutti Hannes Hilmarsson, aðaldriffjöður deildarinnar, búferlum úr Garðabæ og gerðist skóla6. Þegar þjálfarinn segir:“Rai“ (rai = hneigja) styður nemandinn höndunum á gólfið með lófana niður og hann beygir sig í u.þ.b. tvær sekúndur. 14. Þegar nemandi kemur seint í tíma fer hann á hnén í enda æfingasalarins og horfir til þjálfarans áður en hann tekur þátt í tímanum. 15. Nemandi má ekki yfirgefa salinn áður en tíminn er búinn nema með leyfi þjálfarans. 16. Nemandi sem þarf að yfirgefa salinn með leyfi þjálfara áður en tíminn er búinn hneigir sig við enda æfingasvæðisins þegar hann fer. 17. Í sýnikennslu, með þjálfara eða með tilsögn hans, eiga nemendur að hneigja sig og segja „oo’s“. Nemandi á alltaf að hneigja sig fyrst til þjálfarans og þjálfarinn svo til nemandans. 18. Aldrei má kalla þjálfara eða leiðbeinanda með skírnarnafni. Þjálfara á að kalla „SENSEI“ og leiðbeinanda „SEMPAI“. 19. Þegar þjálfari kallar upp nemanda til aðstoðar svarar nemandi með því að segja „oo’s“ og fer strax til þjálfarans. Þar hneigir hann sig fyrir þjálfaranum og bíður frekari fyrirmæla. 20. Þegar tveir nemendur eru að æfa sig saman hneigja þeir sig samtímis á móti hvor öðrum áður en æfingin hefst og eftir að henni er lokið. 21. Áður en keppandi fer inní keppnissal hneigir hann sig. Áður en sjálf keppnin hefst hneigir keppandinn sig fyrst fyrir dómaranum og síðan fyrir keppinaut sínum.“668 Auglýsing um æfingar hjá karatedeild Aftureldingar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==