Aldarsaga UMSK 1922-2022

514 Reglur í æfingasal Á heimasíðu karatedeildar Aftureldingar eru birtar eftirfarandi reglur sem iðkendum ber að fylgja á æfingum. „Reglur Kobe Osaka sem iðkendur fylgja: 1. Nemandi hneigir sig þegar hann kemur inn í æfingasalinn (Dojo) eða fer út úr honum. 2. Nemandi er aldrei í skóm á æfingu né í keppni. 3. Bannað er að reykja og blóta í æfingasalnum. 4. Bannað er að koma með áfengi í tíma eða vera undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa. 5. Karategalli (Gi) á ætíð að vera hreinn og sléttur, nemandi á vera hreinn og neglur snyrtilegar. 6. Ekki er leyfilegt að bera skartgripi við þjálfun. 7. Nemanda er óheimilt að tala í tímum nema nauðsyn beri til. 8. Nemandi á ætíð að fylgja leiðbeiningum þjálfara. 9. Nemandi á að mæta stundvíslega í tíma. 10. Nemandi má ekki liggja upp að vegg eða spranga um gólf æfingasalarins. Nemandi á alltaf að sitja uppréttur. Þegar nemandi bíður eftir að röðin komi að honum má hann ekki trufla aðra nemendur. 11. Þegar hlustað er á leiðbeiningar eru hendur hafðar beinar niður með síðum og hnefa kreppta. Ekki má hafa hendur krosslagðar eða á mjöðmum. 12. Þegar öðrum nemenda er heilsað hneigir nemandi sig og segir „oo’s“. 13. Þegar þjálfari biður nemendur að fara í beina línu raða þeir sér strax upp. 1. Þegar þjálfari kemur inn í salinn eiga nemendur að fara í beina röð með hendur niður með síðum. 2. Sá sem hefur hæstu gráðuna stendur fremstur í röðinni og segir þegar allir eru búnir að taka stöðu: „Seiza“ (seiza = setjast) 3. Þá krjúpa nemendur á hnéin, fyrst á það vinstra með beint bak og svo það hægra, síðan er sest á hælana og lófarnir látnir hvíla á lærunum. 4. Þegar þjálfarinn segir: „Mokso“ (mokso = hefja hugleiðslu) gerir nemandinn lófana bollalaga, lokar augunum og hann undirbýr sig fyrir þjálfun. 5. Þegar þjálfarinn segir: „Yamae“ (yamae = hætta) opna nemendur augun og hendurnar fara aftur á lærin. Þessi ljósmynd var tekin vorið 2019, hópurinn æfði hjá Aftureldingu og átti það sameiginlegt að vera öll með svarta beltið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==