Aldarsaga UMSK 1922-2022

513 Vilborgarson hefur verið aðalþjálfarinn og einnig unnið til verðlauna sem keppandi. Björn H. Halldórsson, formaður félagsins, ritaði í ársskýrslu UMSK fyrir árið 2016: „Mikil samstaða er í félaginu og hefur myndast þéttur kjarni félagsmanna sem hefur fylgst að núna í nokkur ár. Viðhorf og þátttaka foreldra hefur einnig skipt gríðarlega miklu máli fyrir félagið í heild sinni og stefnt er að því að efla starf Júdófélags Garðabæjar á komandi tímabilum og hvetja iðkendur til þess að ná enn meiri árangri í framtíðinni.“663 Gróska ríkti innan félagsins næstu árin en kórónuveiran gerði júdófólki skæða skráveifu árið 2020 sem lét þó hvergi deigan síga: „Í upphafi ársins 2020 var Júdófélag Garðabæjar á uppleið í iðkendafjölda líkt og árin áður. Síðan kom kórónuveirufaraldurinn sem hafði þau áhrif að allt starf féll niður, líkt og í öðrum félögum, í einhvern tíma. Kórónuveiru faraldurinn skall einkar hart á íþróttinni júdó þar sem allar snertingar voru bannaðar. Reynt var að hefja æfingar á þeim tímum sem snertingar voru leyfðar í íþróttum en þau tímabil vörðu einungis til styttri tíma áður en snertingar voru bannaðar á ný. Við hjá félaginu sjáum fyrir okkur að kórónuveirufaraldurinn fari að hætta að hafa áhrif á starf félagsins og að þá verði hægt að hefja starfið á ný að fullum krafti. … Við hjá félaginu ætlum að bjóða upp á faglega starfsemi þegar kemur að þjálfun barna, unglinga og fullorðinna. Félagið verður með fyrirmyndar starfsemi fyrir 2 ára og eldri. Við sjáum fyrir okkur frekari vöxt félagsins og eru því jákvæðir tímar framundan í Júdófélagi Garðabæjar.“664 Karate Karate er gömul austurlensk sjálfsvarnaríþrótt sem barst til Vesturlanda um miðja 20. öld og kringum 1970 til Íslands. Karatefélag Reykjavíkur var stofnað haustið 1973 og 1976 var fyrsta Íslandsmótið haldið í greininni.665 Karatesamband Íslands var stofnað árið 1985. Á heimasíðu karatedeildar Aftureldingar er íþróttinni lýst með þessum orðum: „Karate hentar iðkendum á öllum aldri. Íþróttin er í senn bardagaíþrótt, sjálfsvörn, líkamsrækt og lífsstíll. Karate er samsett orð úr kara og te sem þýðir tóm hönd. Nafnið er samheiti yfir ýmis afbrigði af vopnlausum japönskum sjálfsvarnaríþróttum, byggðar á fornum kínverskum bardagalistum, sem kenndar eru við bæi eða borgir í Japan. Í öllum karatestílum er íþróttinni skipt í þrjá hluta: kihon, kumite og kata.“666 Fljótlega eftir að íþróttagreinin barst til Íslands skaut hún rótum í félögum innan UMSK, karatedeild Stjörnunnar var stofnuð árið 1980 og var Hannes Hilmarsson kjörinn fyrsti formaður deildarinnar, hann var einnig Skýringarmyndir úr kennslubók um júdó sem kom út í íslenskri þýðingu árið 1965. Hannes Hilmarsson var fyrsti formaður og þjálfari karatedeildar Stjörnunnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==