Aldarsaga UMSK 1922-2022

512 Sigurjón vann Nokkrir Íslendingar sýndu íslenska glímu á Ólympíuleikunum í Stokkhólmi árið 1912 og þar keppti Sigurjón Pétursson (1888–1955) í grísk-rómverskri glímu, frá því segir í samtímaheimild: „Hamingjan heilög. – Það var Finni, að nafni Gústaf Lennart Lind, sem átti að mæta Sigurjóni. Okkur stóð stuggur af öllum finnum, því að af þeim gengu mestar tröllasögur. Háls finnans var öllu gildara að sjá en höfuðið og allur var maðurinn mjög sterklegur, en í fyrstu atrennunni náði Sigurjón á honum sínu bezta taki, (höfuðtaki með mjaðmarhnykk) og hafði hann þegar undir, en finninn smaug úr því á síðasta augnabliki. Þeir glímdu síðan í ½ klukkustund, svo hvorugur lá, en Sigurjóni veitti auðsjáanlega betur. Áttu þeir þá að hvíla í eina mínútu en í næstu atrennu lagði Sigurjón finnann eftir skamma viðureign, (35 mín. í alt). Við hrópuðum Ísland og hlupum til sigurvegarans næsta kátir.“662 Sigurjón Pétursson var síðar kenndur við Álafoss í Mosfellssveit þar sem hann gerðist iðnrekandi og íþróttafrömuður, stofnaði íþróttaskóla fyrir börn og skapaði sundskilyrði í volgri Varmánni, sem ungmennafélagar nýttu sér óspart. Einnig lét hann byggja steinsteypta sundlaug á Álafossi, eina þá fyrstu á Íslandi. Á landsmótinu í Haukadal árið 1940, þar sem UMSK fór með sigur af hólmi, kepptu stúlkur úr Aftureldingu í sundi en þær höfðu æft sund í laugunum á Álafossi. Sigurjón Pétursson setti íþróttir og heilbrigðan lífsstíl í öndvegi, var andvígur áfengi en hlynntur lýsisdrykkju. Júdóæfing í Garðabæ.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==