511 Júdó Júdó er gömul, japönsk sjálfsvarnaríþrótt sem breiddist út í Evrópu um aldamótin 1900 og hefur einkum notið vinsælda á Vesturlöndum eftir síðari heimsstyrjöld. Íþróttagreinin barst til Íslands á 6. áratugnum og fyrsta júdódeildin var stofnuð innan Glímufélagsins Ármanns árið 1957 eftir að hnefaleikar höfðu verið bannaðir árið áður. Júdófélag Reykjavíkur var stofnað árið 1967 og Júdósamband Íslands árið 1973.660 Þá hafði myndast jarðvegur fyrir kennslubók í júdó á íslensku, slík bók kom út árið 1965 og hefst á þessum orðum: „Judo er baráttuaðferð, þar sem ekki er beitt vopnum, heldur fyrst og fremst fallbrögðum, lástökum, kyrkitökum og fastatökum. Það, sem greinir judo frá öðrum glímuaðferðum, er grundvallaratriði íþróttarinnar, sem nefnist ju (bókstaflega þýtt „mýkt“ eða „undanlátssemi“). Það merkir, að sigurinn vinnst með því að láta undan átaki andstæðingsins, að því er virðist, en ekki með því að beita kröftum sínum gegn kröftum hans.“661 Um alllangt skeið var júdódeild starfandi innan Íþróttafélagsins Gerplu í Kópavogi en þegar þetta er ritað er einungis eitt júdófélag starfandi á félagssvæði UMSK, það er Júdófélag Garðabæjar sem var stofnað 27. maí 2010. Björn H. Halldórsson var kosinn fyrsti formaður félagsins sem hefur haldið æfingar í Sjálandsskóla í Garðabæ fyrir börn og unglinga og einnig sjálfsvarnartíma, bæði fyrir karla og konur. Félagsmenn hafa tekið þátt í mótum og hefur þeim vegnað vel, Gísliinga með fjármagni úr þessum sjóði sem er hluti af lottóhagnaðinum. Einnig styrkjum við félög vegna fræðslumála og förum með fræðsluerindi til félaganna. Við höfum verið mjög opin fyrir því að taka félög inn í UMSK. Og hvaða félög eru stærst? Breiðablik, HK og Stjarnan eru þau fjölmennustu, svolítið stærri en Afturelding. Langflestir iðkendurnir koma úr knattspyrnunni, golfið er númer tvö og fimleikar eru í þriðja sæti. Eru þetta allt ungmennafélög? Nei, það er liðin tíð að félögin þurfi að vera ungmennafélög til að verða aðilar að héraðssambandi. Nú er staðan þannig að öll íþróttabandalög nema eitt hafa sótt um aðild að UMFÍ og félög eru í senn aðilar að UMFÍ og ÍSÍ. Það finnst mér gott mál – þessi stóru landssamtök hafa verið að starfa á sama sviðinu að hluta, það hefur verið ákveðin togstreita á milli þeirra en sem betur fer eru þau farin að vinna meira saman að fræðslumálum og fleiru. En hverjir eru tekjustofnar UMSK? Þar ber lottópeningana hæst, svarar Valdimar. UMFÍ fær ákveðinn skerf af þeim og deilir honum milli héraðssambandanna í landinu. UMSK tekur sjálft 14% af því fé en hitt er veitt til aðildarfélaganna og þá er tekið mið af iðkendatali einstakra félaga. Iðkendur eru „misverðmætir“ ef svo má segja þannig að félög sem eru með barna- og unglingastarf fá bróðurpartinn af lottópeningunum. ÍSÍ og UMFÍ fá einnig fjárframlög frá ríkinu og við sækjum um fyrir aðildarfélögin í verkefnasjóð en UMSK fær enga beina styrki, hvorki frá ríkisvaldinu né sveitarfélögunum á sambandssvæðinu. Sambandssvæðið Talið berst að félagssvæði UMSK og Valdimar er spurður að því hvort honum finnist það ekki vera of stórt og félögin dreifð. UMSK er vissulega stórt og margskipt landfræðilega umhverfis Reykjavíkurborg, svarar Valdimar. En þetta skaðar alls ekki, við erum ekki eins og íþróttabandalögin til dæmis í Reykjavík sem er í samstarfi við borgina og tekur að sér ákveðin verkefni, sér um tímaúthlutanir í íþróttahúsum og fleira. UMSK nær yfir fimm sveitarfélög, Kjósarhrepp, Mosfellsbæ, Kópavog, Seltjarnarnes og Garðabæ en beint samband við sveitarfélögin hafði rofnað áður en ég kom til starfa á vettvangi UMSK. Það hafa vissulega verið uppi hugmyndir um að stofna íþróttabandalag í Kópavogi líkt og í öðrum stórum sveitarfélögum, til dæmis í Reykjavík og á Akureyri. Í Kópavogi eru rúmlega 20 íþróttafélög sem eru í UMSK, þau hafa stofnað með sér samstarfsvettvang fyrir samskipti sín við Kópavogsbæ.657 Þetta viðtal við Valdimar Gunnarsson var tekið sumarið 2018. Þá um haustið veitti hann viðtöku hvatningarverðlaunum UMFÍ fyrir hönd UMSK. Viðurkenninguna fékk sambandið fyrir nýjungar og nýsköpun í starfi sem var meðal annars fólgin í því að kynna nýja íþróttagrein, biathlon, sem er blanda af hlaupi og skotfimi, einnig fyrir að dreifa svonefndum ,,pannavöllum“ meðal aðildarfélaganna og stuðla að aukinni hreyfingu meðal eldri borgara.658
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==