Aldarsaga UMSK 1922-2022

510 iðkun enn með blóma hjá piltum í Kópavogi á aldrinum 12–16 ára. Þá var Björgvin Bjarnason formaður glímudeildarinnar og ritaði í afmælisrit félagsins: „Velgengni glímudeildar Breiðabliks er ekki síst að þakka þjálfara deildarinnar, hinum þekkta glímukappa Lárusi Salómonssyni sem hefur leyst af hendi mikla vinnu og alla án endurgjalds. Glímumenn Breiðabliks hafa ekki aðeins staðið sig vel í keppnum heldur eru þeir mjög eftirsóttir til sýninga og hafa t.d. oft sýnt erlendum ferðamönnum á hótelum og í skemmtiferðaskipum. Sá mikli fjöldi, sem hefur sótt glímuæfingar Breiðabliks, sýnir að enn á íslensk glíma hug hraustra ungra drengja.“659 Þessari síðbornu glímubylgju skolaði einnig á land hjá Aftureldingu, í kringum 1970. Þá æfði hópur pilta á aldrinum 12–19 ára glímu í félagsheimilinu Hlégarði undir stjórn Þorsteins Kristjánssonar og Gríms Norðdahls, bónda á Úlfarsfelli í Mosfellssveit, sem var jafngamall Aftureldingu, fæddur árið 1909. Á yngri árum hafði Grímur komið mikið við sögu Aftureldingar og UMSK, var reyndar einnig fyrsti formaður Breiðbliks og Ragnheiður Guðjónsdóttir eiginkona hans átti hugmyndina að nafni félagsins. Árið 1971 var keppt í glímu við þjóðhátíðarhöld á Varmá, þar sigraði Smári Baldursson og fékk að launum áletraðan farandgrip. Ekki varð þó framhald á þessum glímuæfingum. Ingvi Guðmundsson kenndi piltum í Stjörnunni glímu um skeið, síðan fjaraði þessi bylgja alfarið út á félagssvæði UMSK, á landsmóti UMFÍ á Akureyri árið 1981 voru keppendur frá UMSK í öllum greinum – nema glímu. fjölgandi, félagaflóran hefur gjörbreyst og nú eru á fimmta tug félaga í UMSK. Öll íþróttafélög eru einfaldlega skyldug að vera í einhverju héraðssambandi eða íþróttabandalagi til að verða aðili að ÍSÍ sem veitir aðgang að öllum stórmótum. Aðildarfélögin verða að skila ársskýrslum og ársreikningi til okkar, einnig félaga- og iðkendatali. Þessar upplýsingar fara inn í sameiginlegt tölvukerfi UMFÍ og ÍSÍ sem heitir Felix og heldur utan um tölfræði íþróttahreyfingarinnar. Hvað gerist ef félögin standa ekki skil á þessum upplýsingum? Ef þau skila ekki ársskýrslu í tvö ár falla þau út af félagaskrá sambandsins. Sum félög lifa en önnur leggja upp laupana, þannig er íþróttalífið. En hvaða hag hafa félögin af því að vera í UMSK? Þau öðlast til dæmis rétt til að sækja í afreksmannasjóð UMSK vegna þátttöku í mótum erlendis. Árlega styrkjum við 250–300 einstaklÁrið 2018 fékk UMSK hvatningarverðlaun UMFÍ, meðal annars fyrir að dreifa svonefndum pannavöllum um sambandssvæðið. Myndin var tekin þegar Breiðabliksmenn veittu slíkum velli viðtöku sumarið 2018.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==