Aldarsaga UMSK 1922-2022

509 Stefna sambandsins gjörbreyttist og árið 2019 fengum við fyrirtækið Capacent í lið með okkur til að skerpa á henni enn frekar, niðurstaðan varð sú að skynsamlegast væri að leggja áherslu á tvo meginþætti, í fyrsta lagi að auka faglega ráðgjöf og þjónustu við aðildarfélögin og í öðru lagi að nýta þann kraft sem býr í félögunum sjálfum til að efla lýðheilsu í samstarfi við sveitarfélögin á sambandssvæðinu. Hvernig finnst þér hafa tekist til þegar þú lítur um öxl? Mjög vel, við erum miklu tengdari aðildarfélögunum núna og erum í raun og veru að þjónusta þau á ýmsum sviðum. Við styrkjum þau líka með fjárframlögum í tengslum við fræðslumál og einnig einstaka félagsmenn, meðal annars ungt afreksfólk til að sækja mót erlendis. Fóru önnur héraðssambönd í svipaða stefnumótun? Nei, því miður og þess vegna eru þau mörg veikburða í dag með óljóst hlutverk. Ég tel að það séu einungis 3–5 héraðssambönd innan UMFÍ sem séu verulega öflug í dag. Horfin héraðsmót Valdimar var spurður að því hvað hefði orðið um héraðsmótin sem voru áberandi í starfi UMSK á árum áður. Því er fljótsvarað, segir hann, þau eru einfaldlega liðin undir lok, það reyndist ekki vera þörf fyrir þau flest, það voru keppnismót út um allt, til dæmis á vegum sérsambanda í einstökum íþróttagreinum. Við höfum að vísu haldið UMSKmót í nokkrum greinum þar sem sérstök þörf var á því. Fulltrúar einstakra greina hafa leitað til okkar, til dæmis í sundi, en sundið átti þá undir högg að sækja innan sambandsins. Við efndum til héraðsmóts í sundi og nú er slíkt mót haldið á hverju ári. Það sama gerðist í dansinum, það eru þrjú dansfélög innan UMSK og við höfum haldið UMSK-mót í dansi sem hafa verið afar vel heppnuð og sótt af erlendum keppendum. Við höfum einnig verið með UMSK-mót í boccia til að styrkja starf eldri borgara. Við erum alltaf opin fyrir nýjum hugmyndum, heldur Valdimar áfram, á þessu ári [2018] höfum við unnið með blakdeildunum í aðildarfélögunum, það vantaði unga iðkendur í blakið og við réðum sérstakan verkefnastjóra til að sinna því verkefni. Ég fór til Finnlands til að kynna mér þessi mál, þar var haldið stærsta blakmót í heimi með 8500 keppendum og leikið á gervigrasi í knattspyrnuhúsum. Núna í maímánuði var risamót í blaki í íþróttahúsinu Kórnum í Kópavogi, þar voru samankomnir 700 krakkar, við fylltum húsið og notuðum gervigrasið fyrir 64 blakvelli. Annars eru einstakar íþróttagreinar algjörlega sjálfbjarga og sjálfstæðar hvað varðar mótahald, til dæmis knattspyrnan, handboltinn, karfan og jafnvel fimleikarnir. Aðildarfélögin aldrei fleiri Hefur aðildarfélögum í UMSK ekki fækkað með þessu nýja verklagi? Nei, þvert á móti, svarar Valdimar, þeim fer sífellt Valdimar Gunnarsson og Vala Flosadóttir ólust upp á Bíldudal, hér leiðbeina þau ungum stangarstökkvara í sinni gömlu heimabyggð. Myndin var tekin árið 2003.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==