Aldarsaga UMSK 1922-2022

508 Tímarnir breytast og sambandið með Valdimar Gunnarsson (f. 1958) er alinn upp á Bíldudal . „Þá var þar hvorki íþróttahús né íþróttavöllur, en við krakkarnir bjuggum okkur sjálfir til aðstöðu“, sagði Valdimar í viðtali árið 2018. „Ég byrjaði mjög ungur að þjálfa aðra krakka, bæði í frjálsum íþróttum og fótbolta.“ Það kom fáum á óvart að starfsvettvangur Valdimars yrði tengdur íþróttum og félagsmálum. Eftir íþróttakennarapróf frá Laugarvatni gerðist hann íþróttakennari, fyrst á Ísafirði og síðan á Bíldudal í níu ár en þar hafði aldrei starfað menntaður íþróttakennari. Þetta var ótrúlega góður og skemmtilegur tími, segir hann, ég var einnig framkvæmdastjóri héraðssambandsins Hrafna-Flóka í Vestur-Barðastrandarsýslu. Þegar ég var um tvítugt tók ég þátt í því ásamt félögum mínum að endurvekja héraðssambandið sem hafði legið lengi í dvala. Það kom að því að Valdimar flutti til Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni, hann varð frjálsíþróttaþjálfari hjá ÍR og starfaði einnig fyrir UMFÍ að ýmsum verkefnum og sem frístundaráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Síðast en ekki síst var hann framkvæmdastjóri UMSK frá árinu 2008 til 2022. Síminn steinþagði Þegar ég hóf störf hjá UMSK lágu augljósar breytingar í loftinu hjá ungmennafélagshreyfingunni, segir Valdimar. Héraðssamböndin stóðu á ákveðnum tímamótum, tíðarandinn var að breytast, mörg ungmennafélög voru orðin mjög stór, sjálfstæð og öflug og það varð skyndilega óljóst hvert hlutverk héraðssambandanna væri. Vildi fólk þá leggja UMSK niður? Já, þær raddir heyrðust og samtímis urðu héraðssamböndin víða mjög veikburða sem bitnaði á landsmótum UMFÍ. Þau tóku að dala upp úr aldamótunum en hinsvegar hafa landsmót fyrir 50 ára og eldri og unglingalandsmótin sótt í sig veðrið. Ég fann fyrir því í starfi mínu sem framkvæmdastjóri að sviðsmyndin var að breytast, það var varla haft samband við skrifstofuna og síminn steinþagði. Naflaskoðun Árið 2009 var lögð fram tímamótatillaga á ársþingi UMSK og Valdimar Leó Friðriksson, formaður sambandsins fylgdi henni eftir með þessum orðum: „Fyrir þinginu liggur tillaga um að skipa nefnd til að fara í naflaskoðun á starfsemi UMSK með það í huga að kalla eftir hugmyndum um það sem betur má fara og hvernig UMSK geti þjónustað aðildarfélögin sem best í framtíðinni. Ég hvet ykkur til að taka þátt í þeirri umræðu og jafnframt að nýta ykkur þá þjónustu og þekkingu sem reynslumikil stjórn og starfsmaður hafa upp á að bjóða. Á þessum erfiðu tímum ríður á að standa saman og missa ekki móðinn.“656 Síðasta málsgreinin vísar til þess að íslensk þjóð var um þetta leyti í miðju efnahagshruni. En hvernig var brugðist við tillögunni um allsherjarendurskoðun á starfsemi UMSK? Valdimar Gunnarsson svarar því: Það var samþykkt að skipa nefnd til að fara í heildarskoðun á starfi sambandsins, í henni sat stjórn UMSK og auk þess Bjarnleifur Bjarnleifsson úr Hestamannafélaginu Gusti, Ásta Garðarsdóttir úr Stjörnunni, Jón Pálsson úr Aftureldingu, Arnþór Sigurðsson úr Breiðabliki og Vilborg Guðmundsdóttir úr HK. Þessi nefnd hélt sex fundi og þar var starfsemi sambandsins brotin til mergjar, ég sat fundina sem framkvæmdastjóri UMSK og þeir voru eitt af þeim skrefum sem leiddu til grundvallarbreytinga á starfsemi sambandsins næstu árin. Hvernig stóðuð þið að þessum breytingum? Árið 2013 hófum við markvissa stefnumótunarvinnu til næstu fimm ára og fengum ráðgjafafyrirtækið KPMG í lið með okkur. Sævar Kristinsson vann með okkur fyrir hönd KPMG, hann hafði verið formaður Aftureldingar og þekkti vel til íþróttahreyfingarinnar. Við funduðum með einstökum aðildarfélögum UMSK og það var einfaldlega listað upp hvernig félögin vildu sjá framtíð héraðssambandsins. Við héldum fjölmenna fundi þar sem unnið var að nýrri stefnu fyrir sambandið, stungum upp á verkefnum fyrir það og leituðum eftir undirtektum, til dæmis hvað varðaði siðareglur, sundmót, línudanskeppni og bocciamót fyrir 50 og eldri. Valdimar Gunnarsson var framkvæmdastjóri UMSK á árunum 2008–2022.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==