Aldarsaga UMSK 1922-2022

507 Hann keppti fyrir hönd UMSK á landsmótum UMFÍ þar sem hann sigraði á árunum 1961, 1965 og 1971. Um áramótin 1964–1965 tók frjálsíþróttadeild Breiðabliks að sér glímuæfingar sem Ármann og Ingvi Guðmundsson önnuðust og voru þær mjög fjölsóttar. Fyrsta glímumótið innan félagsins var haldið í marslok 1965 og þá um vorið tóku 17 Breiðabliksmenn þátt í landsflokkaglímunni. Sumarið 1965 var glímusýning á tíu ára afmæli Kópavogsbæjar og sama haust var glímudeild Breiðabliks stofnuð, Ingvi Guðmundsson var kjörinn formaður, hann gegndi því starfi í eitt ár en þá tók Ívar Jónsson við formennskunni. Glímusamband Íslands var stofnað árið 1965 og réttum tíu árum síðar efndi Glímufélagið Ármann til fyrstu glímukeppninnar fyrir konur. Fram eftir 20. öld þótti vart við hæfi að konur iðkuðu glímu „… og sumum forsvarsmönnum þjóðaríþróttarinnar þótti ganga guðlasti næst að konur tækju glímutökin.“655 Á 25 ára afmæli Breiðabliks árið 1975 stóð glímuÍslenskir ólympíufarar sem sýndu glímu í London árið 1908. Breiðablikspiltar á aldrinum 12–16 ára iðkuðu glímu af kappi á 8. áratugnum. Kennari þeirra, Lárus Salómonsson, er lengst til vinstri á myndinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==