Aldarsaga UMSK 1922-2022

506 Sýnum karakter Verkefnið „Sýnum karakter“ kom til sögunnar um 2015 og var lýst þannig í ársskýrslu UMSK fyrir árið 2016: „„Sýnum karakter“ er átaksverkefni um þjálfun sálrænnar og félagslegrar færni barna og ungmenna í íþróttum. Hugmyndafræði verkefnisins byggir á að hægt sé að þjálfa og styrkja sálræna og félagslega færni iðkenda eins og líkamlega færni. Áherslan í íþróttaþjálfun hefur til þessa verið á líkamlega og tæknilega færni. Helsta markmið með verkefninu er því að hvetja þjálfara og íþróttafélög til að leggja enn meiri og markvissari áherslu á að byggja upp góðan karakter hjá iðkendum, með þjálfun sálrænna og félagslegra eiginleika barna og ungmenna. Þjálfun karakters barna og ungmenna í íþróttum gerir íþróttafélögum kleift að sinna hvort í senn uppeldishluta og afrekshluta íþróttastarfsins, því góðir karakterar eru vel í stakk búnir til að takast á við lífið og einnig til að ná árangri í íþróttum. Grunnhugmyndin að verkefninu kemur frá dr. Viðari Halldórssyni, félagsfræðingi við Háskóla Íslands, og Valdimar Gunnarssyni hjá UMSK. Verkefnið var prófað og þróað innan UMSK og er nú svo komið að stærstu íþróttahreyfingar Íslands, Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ), hafa tekið höndum saman um það að koma verkefninu á framfæri út í íþróttahreyfinguna. Styrktaraðilar verkefnisins eru Íslensk Getspá og mennta- og menningarmálaráðuneytið.“653 Valdimar Gunnarsson útskýrði verkefnið „Sýnum karakter“ þannig í viðtali sumarið 2018: „Þetta er samstarfsverkefni UMFÍ og ÍSÍ sem gengur út á að þjálfa upp huglæga þætti samfara líkamlegri þjálfun, byggja upp sjálfstraust og efla leiðtogahæfileika. Þetta var hannað hér á skrifstofu UMSK í samstarfi við Viðar Halldórsson íþróttafélagsfræðing og Hafrúnu Kristjánsdóttur sálfræðing. Verkefnið var fyrst tilraunakeyrt hjá Aftureldingu þar sem haldinn var fjölmennur fundur með foreldrum. Við erum með fésbókarsíðu í kringum þetta verkefni, nokkurs konar verkfærakistu eða gagnabanka þar sem þjálfarar geta fundið upplýsingar um ýmislegt, til dæmis hvernig hægt sé að efla sjálftraust hjá iðkendum. Þessi síða er opin öllum. Kennarar hafa mikið verið að nýta sér hana, einnig stjórnarfólk og foreldrar. Að mínu mati er þetta eitt það besta sem íþróttahreyfingin hefur gert í langan tíma. UMFÍ og ÍSÍ halda utan um verkefnið sem er orðið mjög stórt. Þetta er ákveðin hugmyndafræði þar sem leiðarljósið er þjálfun á andlegum þáttum samfara líkamlegri þjálfun“, segir Valdimar Gunnarsson að lokum.654 sitja allan daginn. Við glímdum þá mest af fegurð, enda luku allir upp einum munni um það að þetta væri einhver sú fegursta íþrótt, er þeir höfðu séð.“652 Á fyrri hluta 20. aldar hófu ungmennafélagar um allt land íslenska glímu á stall, innan UMSK voru það fyrst og fremst Mosfellingar, Kjalnesingar og Kjósverjar eins og greint er frá í fyrri hluta bókarinnar. Á seinni hluta aldarinnar nutu aðrar íþróttagreinar meiri hylli en þó átti glíman stutt blómaskeið innan Breiðabliks, Aftureldingar og Stjörnunnar eins og hér verður greint frá. Þar kemur nokkuð við sögu Ármann J. Lárusson (1932–2012) sem flutti í Kópavog með foreldrum sínum á barnsaldri. Faðir Ármanns var Lárus Salómonsson glímukappi svo Ármann átti ekki langt að sækja glímuáhugann. Ármann var afar sigursæll á glímumótum, hann vann Íslandsglímuna og Grettisbeltið fyrst árið 1952 og varð glímukóngur Íslands á árunum 1953–1967. Ármann keppti einnig í frjálsum íþróttum, stundaði bridds af kappi og varð sigursæll á þeim vettvangi. Árið 1961 sigraði Ármann í landsflokkaglímunni og varð þar með fyrsti Breiðabliksmaðurinn sem hampaði Íslandsmeistaratitli. Ármann J. Lárusson glímukappi með verðlaunagripi sem hann hlaut á sínum langa og farsæla ferli.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==