Aldarsaga UMSK 1922-2022

504 Magnea Ólafs (ÍBR) sigraði í borðtenniskeppni kvenna en í karlaflokki sigraði Magnús K. Magnússon, einnig úr ÍBR. Reykvíkingar sigruðu í briddskeppninni. Hjördís Haraldssdóttir (UMSE) bar sigur úr býtum í jurtagreiningu, hún þekkti allar plönturnar, 40 talsins. „Ég er bóndi, hef alltaf haft áhuga á gróðri og rækta dálítið af garðplöntum,“ sagði Hjördís í samtali við Morgunblaðið eftir að sigurinn var í höfn. Föðurbróðir hennar, Ingólfur Davíðsson, var kunnur grasafræðingur á sinni tíð. „Hann var duglegur að koma heim og kenndi okkur ýmislegt um plöntur.“ Hjördís sagði óhætt að fullyrða að Ingólfur heitinn ætti stóran þátt í gullverðlaununum.“644 Guðmundur Hallgrímsson (UÍA) keppti á sínu 18. landsmóti, 73 ára gamall. Það var einmitt á Akureyri sem hann keppti á sínu fyrsta landsmóti, árið 1955. Í gegnum tíðina keppti hann mest í hlaupum og stökkum, en að þessu sinni í starfshlaupi. Frá árinu 1955 hafði hann aðeins sleppt einu móti, það var „hitabylgjumótið“ á Laugarvatni, en þá höfðu hann og eiginkona hans nýlega eignast barn. Njarðvíkingar sigruðu í körfuknattleik karla undir stjórn Vals Ingimundarsonar. Heimamenn úr ÍBA sigruðu í júdókeppninni með yfirburðum. Kvennalið ÍBA (Íþróttabandalag Akureyrar) sigraði í golfkeppninni. Helga Sól Birgisdóttir (UMSE/UFA) sigraði í keppninni „að leggja á borð“. Sigríður A. Þórðardóttir og Sigurður Sigurðarson, bæði úr HSK, voru stigahæst í hestadómum. Siglingakeppnin skiptist í nokkra flokka, í „TopperTopaz-flokki“ sigruðu Aron Steinn Guðmundsson og Hinrik Snær Guðmundsson úr UMSK. Mikil hátíðarbragur og veðurblíða var við Sundlaug Akureyrar þegar sundkeppnin fór fram. UMSK fékk langflest stigin í keppninni. Bæði karla- og kvennalið UMSK hrepptu gull í blaki. Héraðssamband Bolungarvíkur (HSB) sigraði í skákkeppninni. Starfshlaupið reyndi bæði á andlega og líkamlega burði. Keppendur áttu meðal annars að flytja ljóð, þekkja lykt af mismunandi matvörum og valhoppa 60 metra skeið. Tveir alþingismenn tóku þátt í starfshlaupinu, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson sem jafnframt var formaður landsmótsnefndar. Í köldum sjó 6. ágúst 1907 synti Lárus J. Rist (1879–1964), sundkennari á Akureyri, yfir Eyjafjörð, hann kastaði sér til sunds í öllum sjóklæðum sem hann tíndi af sér á leiðinni. Rúmri hálfri klukkustund síðar kom hann að landi handan fjarðarins, sjórinn var einungis um átta gráðu heitur. Með þessu afreki sínu vildi Lárus sýna fram á að vel væri hægt að synda í köldum sjó en margir voru þá þeirrar skoðunar að það væri illmögulegt. Rúmri öld síðar var keppt í sjósundi á Eyjafirði, á landsmótinu á Akureyri, frá því segir í Morgunblaðinu: „Sigurjón Þórðarson, formaður Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) og fyrrverandi alþingismaður, sigraði í sjósundi á Landsmóti UMFÍ; var sá eini sem synti frá fjörunni austan megin fjarðarins að líkamsræktarstöðinni Átaki á innan við hálftíma. Sigurjón synti á 29,57 mínútum. Í öðru sæti varð Benedikt Jónsson, UMSK, á 31,15 mín. Í kvennaflokki sigraði Þórdís Hrönn Pálsdóttir, UMSK, á 32,32 mín. Sarah Jane Emily Caird, UMSS, varð í öðru sæti á 34,32 og Ragnheiður Valgarðsdóttir, Nauthólsvík, þriðja á 40,56 mín. „Ég hafði fyrir einhverja rælni skráð mig í sjósundskeppnina en þegar komið var á staðinn óx mér í augum að synda yfir þveran Eyjafjörðinn og var nokkrum sinnum kominn á fremsta hlunn með að hætta við,“ segir Sigurjón á bloggsíðu sinni í gær en að hann hafi látið til leiðast vegna fjölda áskorana. Þetta var frumraun hans í sjósundi. „Mér fannst einkar skemmtilegt að skíðakappinn Kristján Lúðvík Möller samgönguráðherra skyldi afhenda mér verðlaunin.“645 Sigurjón Þórðarson sigraði í sjósundi á landsmótinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==