Aldarsaga UMSK 1922-2022

503 félagar í UMFÍ: „Það var notaleg tilfinning að fylgjast með Landsmóti Ungmennafélags Íslands á Akureyri um helgina. Það verður að viðurkennast að „2007“-hugtakið var víðs fjarri. Kannski er það sem þarna fór fram „2009“; vel má vera svo, en ártalið skiptir ekki máli. Fyrst og fremst gleðin og stemningin. Gullæðið var ekki í fyrrrúmi heldur heiðarleg keppni, vinátta og samheldni. Gamla, góða Ísland er ennþá til! Mér er til efs að Landsmót UMFÍ hafi í annan tíma gengið eins vel og um helgina. Kemur þar margt til; góð skipulagning, frábær aðstaða hvarvetna í bænum og svo það að veðurguðinn er bersýnilega meðlimur í ungmennafélagshreyfingunni. Sólin skein frá því áður en mótið hófst og allt þar til í gærkvöldi.“643 Landsmótsstiklur Jóhanna Ingvadóttir (ÍBR) setti landsmótsmet í þrístökki, stökk 12,92 m, hún stökk 6,32 í langstökki sem var lengra en gildandi Íslandsmet, það var besta afrekið samkvæmt stigatöflu en meðvindur var of mikill. Þorsteinn Ingvarsson úr HSÞ hlaut fern gullverðlaun, fyrir spretthlaup og langstökk og var stigahæstur í karlaflokki. Ágústa Tryggvadóttir úr HSK var stigahæsta konan í frjálsum íþróttum. Bergur Ingi Pétursson Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar (ÍBH) vann besta afrekið í frjálsum íþróttum þegar hann kastaði sleggju 68,80 m. Ásdís Hjálmsdóttir úr ÍBR bætti landsmótsmetið í spjótkasti, kastaði 55,12 m. Ester Jónsdóttir kom færandi hendi með matvæli á Akureyrarmótið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==