Aldarsaga UMSK 1922-2022

502 Til móts við höfuðstað Norðurlands Landsmót UMFÍ á Akureyri 9.–12. júlí 2009 Ár og öld Fyrsta fjölíþróttamót á Íslandi sem reis undir því nafni var haldið á Akureyri 17. júní 1909, 13 árum áður en UMSK var stofnað. Þar var meðal annars keppt í glímu, sjósundi, knattspyrnu og frjálsum íþróttum. Löngu síðar var þetta mót skilgreint sem fyrsta landsmót UMFÍ en landsmót voru einnig haldin á Akureyri árið 1955 og 1981. Árið 2009 þótti full ástæða til að endurtaka leikinn á Akureyri og halda þar 26. landsmót UMFÍ og minnast um leið fyrsta íþróttamótsins réttri öld áður. Mótshaldarar voru Ungmennasamband Eyjafjarðar (UMSE) og Ungmennafélag Eyjafjarðar, keppt var í um 30 greinum, bæði hefðbundnum íþróttagreinum og svonefndum starfsíþróttum. Mjög góð þátttaka var í mótinu, 1475 keppendur mættu til leiks og öll aðstaða var til mikillar fyrirmyndar. Byggður var nýr íþróttaleikvangur á svonefndu Hamarssvæði (einnig nefnt Þórssvæði), þar var áhorfendastúka sem rúmaði 1000 manns. Dagskráin var þéttskipuð, keppni í íþróttum var í fyrirrúmi en einnig voru í boði allskonar menningarviðburðir og afþreying. Talið er að 10–15 þúsund manns hafi sótt Akureyringa heim um þessa miklu landsmótshelgi. 233 keppendur frá UMSK Skipuð var sérstök landsmótsnefnd UMSK og sátu í henni Ester Jónsdóttir, Alda Helgadóttir og Svanur M. Gestsson, unnu þau mikið og óeigingjarnt starf. UMSK-fólk fjölmennti norður til Akureyrar, þar á meðal 233 keppendur, í þeim hópi voru 90 manns sem tóku þátt í íþróttakeppni fyrir 50 ára og eldri. UMSK lenti í 3. sæti í heildarstigakeppninni, fékk 1366,5 stig, heimamenn í Íþróttabandalagi Akureyrar (ÍBA) sigruðu, fengu 1819 stig og Skarphéðinsmenn lentu í 2. sæti með 1557,5 stig. Það var Helga G. Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, sem afhenti sigurverðlaunin. Sund og frjálsar íþróttir skiluðu UMSK flestum stigunum en í fimm greinum varð sambandið án stiga eins og lesa má í þessu yfirliti yfir árangur sambandsins á mótinu: Badminton: Ekkert stig. Blak: 200 stig. Borðtennis: 11 stig. Bridds: Ekkert stig. Dans: 29 stig. Fimleikar: 100 stig. Frjálsar íþróttir: 335,5 stig. Glíma: Ekkert stig. Golf: Ekkert stig. Handknattleikur: 100 stig. Hestaíþróttir: 2 stig. Íþróttir fatlaðra: Ekkert stig. Júdó: Ekkert stig. Knattspyrna: 70 stig. Körfuknattleikur: 80 stig. Siglingar: 16 stig. Skák: 50 stig. Skotfimi: 21 stig. Starfsíþróttir: 10 stig. Sund: 342 stig. Samtals 1366,5 stig.642 Gamla góða Ísland Árið 2009 var íslensk þjóð í mikilli lægð eftir efnahagshrunið árið áður; lífsviðhorf og gildi voru sett undir mæliker og hver og einn spurði sjálfan sig og aðra: Hvert stefnum við? Blaðamaður Morgunblaðsins var í engum vafa um að Akureyrarmótið sýndi að æskileg gildi ættu enn hljómgrunn meðal þjóðarinnar, jafnvel veðurguðirnir væru Merki mótsins. Talan 100 í merkinu vísar til þess að árið 2009 var öld liðin frá mótinu á Akureyri sem er skilgreint sem fyrsta landsmót UMFÍ.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==