Aldarsaga UMSK 1922-2022

501 haldnir við Smárann á laugardagskvöldinu og harmonikkuball í Kópavogslaug þar sem jafnvel var dansað í sundfötum. Auk þess voru haldnir tónleikar, götuleikhús var til staðar, andlitsmálun og hoppukastalar. Það var sannarlega engin tilviljun að mótið fékk nafnið „Risalandsmót UMFÍ“. Í heildina tókst landsmótið afar vel, veðrið lék við mótsgesti og keppendur skiptu nokkrum þúsundum. Fjöldi sjálfboðaliða lagði á sig mikla vinnu og aðstaðan hefur líklega aldrei verið betri á landsmóti, ókosturinn var hinsvegar sá að mótshaldið var dreift um allan Kópavogsbæ svo það brotnaði niður í mörg smámót. Tjaldbúðalíf var í skötulíki á Kópavogstúni, þar var eitt og eitt tjald á stangli en tjaldsvæði einstakra héraðssambanda stóðu auð. Því var ekki að neita að gestafjöldinn á mótinu var undir öllum væntingum og sumum þótti íþróttakeppnin falla í skuggann af sýningargreinum og sprelli. Björn Hermannsson, framkvæmdastjóri mótsins, svaraði þeirri gagnrýni fullum hálsi og sagði að mótið hefði verð nútímalegt og flott. Þeir sem væru á höttunum eftir einhverri sveitarómantík þyrftu að leita eitthvað annað.640 Í aðdraganda mótsins bar á ákveðnu áhugaleysi hjá einstökum héraðssamböndum og full ástæða var til að velta fyrir sér framtíð landsmótanna. Það var gert í ársskýslu UMSK fyrir árið 2007 en þar segir: „Það er ljóst að UMFÍ þarf að endurskoða stóra Landsmótið. – Er það orðið barn síns tíma? – Er pláss fyrir það núna þegar Unglingalandsmótið er haldið árlega? – Er yfir höfuð pláss fyrir mótið í nútímanum?“641 Leyndarmál kökudeigsins Viðtal Morgunblaðsins við Ómar Gunnarsson sem hafnaði í 2. sæti í pönnukökubakstri. „Ómar Gunnarsson úr Kelduhverfi tók þátt í pönnukökubakstrinum, hann sigraði í greininni á landsmótinu árið 2004 en varð að þessu sinni að sjá eftir sigrinum í hendur Sigríðar Jónsdóttur úr HSÞ. Ómar var matsveinn á Hoffelli og sagði í viðtali við Morgunblaðið að skipsfélagar hans fengju góðan skerf af pönnukökum. „Þeir eru alltaf ánægðir með að fá pönnukökur með rjóma og sultu, þó að maður bakaði 200 pönnsur hurfu þær allar ofan í þá,“ sagði Ómar sem er lærður matreiðslumeistari og komst í Heimsmetabók Guinness 1988 þegar hann bakaði 2.543 pönnukökur á 8 klukkustundum. „Ég var kokkur á Edduhótelum í mörg ár og þá var kaffihlaðborð á sunnudögum. Þá þurfti að baka allt að 400 pönnukökur á dag og ég varð að finna einhverja aðferð til að ná því svo ég bakaði á fjórum pönnum og þá má ekkert klikka. Ferlið varð því hratt og æfingin skapar meistarann og maður gerir þetta nánast umhugsunarlaust.“ Pönnukökukeppnin snýst um hraða, leikni, bragðgæði og útlit þar sem til dæmis engin göt mega vera á pönnukökunum auk þess að þær verða að vera samlitar. Hver keppandi fær 150 grömm hveiti, eitt egg og annað sem til þarf ásamt einni hellu en keppendur mæta sjálfir með sitthvað. Að lokum þarf að rúlla upp tíu en hinar eru tvíbrotnar í horn. „Við notum síðan eins mikið af mjólk og við þorum til að þynna pönnukökudeigið, því þynnra því fleiri en þá er hætt við að þær festist við pönnuna. Hráefnið er svipað hjá öllum en það er aðferð við deigið sem ég segi ekki hverjum sem er,“ bætti Ómar við.“639 Keppendur í pönnukökubakstri notuðu meðal annars 150 grömm af hveiti og eitt hænuegg.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==