Aldarsaga UMSK 1922-2022

500 í danskeppninni vann dansparið Gunnar Hrafn Gunnarsson og Melissa Ortiz-Gomes úr UMSK til verðlauna. UMSK lenti í 2. sæti í stigakeppninni í hestaíþróttum á eftir Skagfirðingum en í golfinu sigraði UMSK bæði í karla- og kvennaflokki. 16 keppendur mættu til leiks í dráttarvélaakstri. Jón Valgeir Geirsson úr HSK sigraði, hlaut 98 stig. Anna Lóa Sveinsdóttir (UMSB) var eina konan í hópnum og náði 6. sæti, þótt fyrirvarinn hefði verið skammur eins og fram kom í viðtali við hana: „Anna Lóa stundar nám við Bændaskólann á Hvanneyri og grunaði ekki í síðustu viku að hún yrði komin í dráttarvélakeppni í Kópavogi á laugardeginum. „Það var hringt í gærkvöldi og spurt hvort ég vildi vera eini kvenkeppandinn því sveitin, sem ætlaði að keppa, forfallaðist. Ég bjóst ekki við að ég gæti neitt en hugsaði sem svo að það þyrfti að fylla neðsta sætið. Mig grunaði aldrei að ég myndi keppa í þessari grein en þar sem ég vinn mest á vélum á sumrin, slæ og keyri heim heyrúllur, sló ég til. Þetta var hinsvegar öðruvísi, margir að horfa á.“ Keppni í dráttarvélaakstri snýst um að keyra dráttarvél með vagni eftir braut á sem stystum tíma og þarf að hlaða vagninn, keyra í gegnum hlið sem eru 20 sentimetrum breiðari en vagninn, eftir krákustígum og bakka. Það tekur um tíu mínútur að keyra þessa braut.“638 UMSK-sigur UMSK bar sigur úr býtum í heildarstigakeppninni, í fimmta skipti í sögu landsmótanna. Héraðssambandið hafði nokkra yfirburði og sendi keppendur í allar greinar nema glímu og uppskar eftir því. HSK lenti í 2. sæti og Reykvíkingar í 3. sæti. Stigahæstu einstaklingarnir úr röðum UMSK voru sundfólkið Elías Kjartan Bragason, Ragnar Björnsson, Guðlaug Edda Hannesdóttir og Júlíus Valdimarsson. Gestamót var í kringlukasti karla, þar sigraði Gerd Kanter frá Eistlandi, kastaði 70,36 m sem var lengsta kringlukast sem mælst hafði á íslenskri grund. Hann var einn af lærisveinum Vésteins Hafsteinssonar, Íslandsmethafa í greininni. Mótið tókst vel – en hvað svo? Mótshaldarar lögðu áherslu á að hér væri ekki einungis um landsmót UMFÍ að ræða heldur einnig almenna fjölskyldu- og menningarhátíð í Kópavogi með afar fjölbreyttri dagskrá. Meðal annars var efnt til sérstakrar „nördakeppni“ í knattspyrnu milli Íslands og Svíþjóðar og keppt í vatnsbyssuslag þar sem 2000 ungmenni tóku þátt í vatnsbyssukeppni og heimsmetið féll. Skemmtanir og viðburðir voru víða um bæinn, stórtónleikar Sigurlið UMSK. Valdimar Leó, formaður sambandsins, heldur sigurbikarnum hátt á lofti.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==