Aldarsaga UMSK 1922-2022

50 1908. Guðmundur var einnig fyrsti íþróttakennari UMFÍ og fór víða um Suðurland á þess vegum árið 1911. Þegar Guðmundur fluttist til Kanada árið 1914 lögðust íþróttir niður hjá Umf.R. Ungmennafélag Reykjavíkur var eingöngu ætlað karlmönnum en átti sér systurfélagið Iðunni þar sem konur réðu ríkjum. Þessi félög stofnuðu hlutafélagið Skíðabrautina hf. árið 1908 í þeim tilgangi að bæta aðstöðu skíðafólks í Reykjavík. Þá bjuggu flestir í Kvosinni og skíðafólki þótti langur vegur að komast á skíði inni við Ártúnsbrekku. Því var ákveðið að koma upp skíðabraut í Öskjuhlíðinni. Þetta var sennilega ein stórbrotnasta hugmynd sem reynt var að framkvæma hjá ungmennafélögum þeirra tíma. Lagt var til atlögu við stórgrýtisurð í hlíðinni en verkið sóttist seint. Þar var ekki farið í manngreinarálit heldur báru saman á börum, bæði grjót og mold, jafnt biskupsdætur frá Laufási og dætur skútukarla úr Grjótaþorpi. Þarna unnu fjöldamargir ungmennafélagar mikla sjálfboðavinnu í átta sumur án endurgjalds og ruddu braut í hlíðina með hörðum höndum. Unnu oft 30–50 manns þar á kvöldi og lögðu samtals fram 5456 klukkustunda vinnu fyrstu sex árin. Öllum var goldið sama kaup, 25 aurar á tímann, en það fé var aldrei borgað út heldur breytt jafnóðum í hlutafé í skíðabrautinni. Brautinni varð ekki að fullu lokið og hún var aldrei mikið notuð því snjóléttir vetur fóru í hönd en hin heilbrigða samvera og samstaða unga fólksins var mörgum minnisstæð sem þarna lögðu hönd á plóginn. Í kringum skíðabrautina var plantað mörgum trjáplöntum á skógræktardegi 1911 sem vonglaðir ungmennafélagar væntu sér mikils af. En öll þau tré urðu ýmist frosti eða fénaði að bráð og aldrei spratt sá skógur sem vænst var eftir. Þetta stærsta mál félagsins virðist hafa verið illa valið og hugsanlega hefði kröftunum betur verið einbeitt að húsbyggingu. Vonbrigðin með skíðabrautina og skóginn vógu þungt þegar kom að endalokum félagsins. Framan af starfstíma sínum bjó félagið vel að félagslega virkum einstaklingum sem seinna urðu máttarstólpar þjóðfélagsins. Þar á meðal voru Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra, Jónas Jónsson dómsmálaráðherra og Ásgeir Ásgeirsson forseti svo nokkrir séu nefndir. Félagið lagðist í dvala vorið 1918 en var endurvakið fjórum árum síðar og vann þá að því ásamt Iðunni að byggja sér samkomuhús við Laufásveg. Byggingin hófst árið 1922 og árið eftir sameinuðust félögin undir merki Umf. Reykjavíkur. Hluti hússins var vígður vorið 1923 en þetta voru fjörbrot félagsins og senn fór starfi Sigurjón Pétursson, glímukóngur Íslands 1910, til hægri, ásamt Benedikt G. Waage, síðar forseta ÍSÍ. Sigurjón er skrýddur Grettisbeltinu og með Ármannsskjöld á brjósti. Guðmundur Kr. Guðmundsson var fræknasti íþróttamaður landsins og yfirburðamaður á landsmóti UMFÍ í Reykjavík 1914.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==