498 körfuknattleikur, lagt á borð, pönnukökubakstur, siglingar, skák, stafsetning, starfshlaup og sund. Hér á eftir verður fjallað um keppni og úrslit í nokkrum íþróttagreinum, einkum þar sem UMSK-fólk skaraði fram úr. Í frjálsum íþróttum var árangur UMSK í heildina mjög góður eða sem hér segir: Sigurbjörg Ólafsdóttir sigraði í 100 metra hlaupi og var í boðhlaupssveitunum sem fóru með sigur af hólmi. Guðrún María Pétursdóttir sigraði í hástökki, stökk 1,64 metra. Jón Bjarni Bragason vann kringlukastið. Í stangarstökki náði Kristján Gissurarson 2. sæti, þrautreyndur stökkvari sem stökk að þessu sinni fjóra metra. Boðhlaupssveit UMSK í 4 x 100 m hlaupi karla lenti í vandræðum í einni skiptingunni og dróst aftur úr henni en tókst með harðfylgi að ná 2. sætinu. Kári Steinn Karlsson hafði mikla yfirburði í 5000 m hlaupi, hann hringaði alla hlauparana og suma tvisvar. Kári Steinn náði frábærum tíma: 14:54,3 mín. Aðrir sigurvegarar sem hér verða nefndir voru: Silja Úlfarsdóttir úr Hafnarfirði sigraði í 200 m hlaupi, 400 m hlaupi og 400 m grindahlaupi. Sveinn Elías Elíasson úr Fjölni keppti í sex greinum og var mjög sigursæll í spretthlaupum. Ólafur Guðmundsson var elsti keppandinn í þrístökki en stóð samt uppi sem sigurvegari, 5. landsmótið í röð. Ólafur hafði lengst af keppt fyrir HSK en keppti núna fyrir HSÞ. Kristín Birna Ólafsdóttir úr ÍBR keppti í fimm greinum og sigraði í 100 m grindahlaupi. Keppni í knattspyrnu karla var ekki nema svipur hjá sjón á mótinu, miðað við það sem áður hafði tíðkast. Aðeins þrjú lið mættu til leiks í karlaflokki og eitt í kvennaflokki, það var frá UMSK. Annað UMSK-lið var kallað til keppni svo að ekki þyrfti að fella hana niður. Handknattleikskeppnin fór fram í íþróttahúsinu Frá stangarstökkskeppni kvenna. Frá glímukeppninni, þar var enginn keppandi frá UMSK líkt og á undanförnum landsmótum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==