497 Á laugardagskvöldið hélt UMSK grillveislu við leikskólann Kjarrið í Dalsmára fyrir um 500 keppendur, sjálfboðaliða og aðra sem höfðu lagt hönd á plóg til að gera þetta glæsilega mót að veruleika. Blásið til keppni Veður var hagstætt alla mótsdagana. Mótið dreifðist um allan Kópvogsbæ, miðpunkturinn var að sjálfsögðu á Kópavogsvelli og mannvirkjunum þar í kring en einnig voru eftirtaldir staðir keppnisstaðir: Kópavogslaug, Fagrilundur, Digranes, Versalir, Glaðheimar, Smáralind, Vífilsstaðavöllur, Iðavellir, Bókasafn Kópavogs, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Snælandsskóli, Lindaskóli, Leirdalur og Vesturvör. Keppnisgreinar voru, taldar í stafrófsröð: Blak, borðtennis, bridds, dans, dráttarvélaakstur, fimleikar, frjálsar íþróttir, glíma, golf, gróðursetning, handknattleikur, hestaíþróttir, íþróttir fatlaðra, jurtagreining, knattspyrna, Keppni í siglingum var orðin fastur liður á landsmóti UMFÍ. Keppendur í jurtagreiningu íklæddust hvítum sloppum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==