Aldarsaga UMSK 1922-2022

495 Mótssetning Setningarhátíðin hófst með opnun sögusýningar í Gerðarsafni þar sem aldarafmælis UMFÍ var minnst. Sýningarstjóri var Björn G. Björnsson, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti ávarp við opnunina og Gunnar Birgisson var sæmdur gullmerki UMFÍ. Frá Gerðarsafni lá leiðin á Kópavogsvöll þar sem mótssetningin fór fram. Gestir tóku sér sæti í glænýrri áhorfendastúkunni, viðamikil dagskrá fór í hönd, meðal annars með söng, lúðrablæstri og fimleika- og glímusýningu, kynnir var Örn Árnason leikari. Um áttaleytið gengu keppendur fylktu liði inn á völlinn, Björn B. Jónsson, formaður UMFÍ, setti mótið og síðan var Hvítbláinn, fáni UMFÍ, dreginn að húni. Arnar Sigurðsson, tenniskappi úr UMSK, tendraði landsmótseldinn, fimleikaflokkur úr Gerplu lék listir sínar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra flutti ræðu og Sigurbjörg Ólafsdóttir ávarpaði mótsgesti fyrir hönd íþróttamanna. Einnig var afhjúpaður minningarskjöldur um Sigurð Geirdal, fyrrverandi bæjarstjóra, formann Breiðabliks og framkvæmdastjóra UMFÍ, en hann lést árið 2004. Loks fór fram keppni í 800 metra hlaupi, þar sigruðu Helga Kristín Harðardóttir úr UMSK og Björn Margeirsson úr FH. Setningarathöfninni lauk með sýningaratriðum, nornir héngu í rólum sem voru festar við himinháan byggingarkrana, glímuflokkur sýndi listir Kjörorð mótsins var: Allir með! Meðal annars var keppt í strandblaki þar sem þátttakan var engum skilyrðum háð. Svífandi nornir settu sterkan svip á setningarathöfnina. Kristín Þorgeirsdóttir (Krissý) tók þessa mögnuðu ljósmynd líkt og aðrar í þessum bókarkafla.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==