Aldarsaga UMSK 1922-2022

493 UMSK-félagar 2005 Árið 2005 voru aðildarfélög UMSK 31 talsins með 19.505 félagsmenn sem skiptust þannig eftir einstökum félögum: Ungmennafélagið Breiðablik: 4.666 fél. Handknattleiksfélag Kópavogs: 2.578 fél. Ungmennafélagið Afturelding: 2.415 fél. Ungmennafélagið Stjarnan: 1.696 fél. Golfklúbburinn Oddur: 1.287 fél. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar: 1.176 fél. Íþróttafélagið Grótta: 678 fél. Nesklúbburinn: 524 fél. Hestamannafélagið Gustur: 519 fél. Golfklúbburinn Kjölur: 460 fél. Hestaíþróttafélagið Hörður: 435 fél. Ungmennafélag Álftaness: 401 fél. Tennisfélag Kópavogs: 399 fél. Hestamannafélagið Andvari: 387 fél. Golfklúbbur Bakkakots: 322 fél. Íþróttafélagið Gerpla: 299 fél. Siglingafélagið Ýmir: 266 fél. Dansíþróttafélag Kópavogs: 222 fél. Dansfélagið Hvönn: 171 fél. Íþróttafélag aldraðra Kópavogi: 95 fél. Skotfélag Kópavogs: 94 fél. Keilufélag Garðabæjar: 81 fél. Golfklúbbur Álftaness: 62 fél. Hestamannafélagið Sóti: 61 fél. Íþróttafélagið Glóð: 54 fél. Íþróttafélagið Gáski: 47 fél. Hjólamenn: 32 fél. Knattspyrnufélagið Hvíti riddarinn: 27 fél. Knattspyrnufélagið Augnablik: 20 fél. Keilufélagið Keila: 19 fél. Skylmingafélag Seltjarnarness: 12 fél. Félagsmenn samtals:636 19.505 Hvað er bandý? Bandý er íþróttagrein sem er leikin innanhúss með plastkylfum og lítilli pastkúlu. Markmiðið er að koma henni í mark andstæðinganna og eru sex menn í hvoru liði. Nokkur félög á Íslandi iðka bandý og Íslandsmeistaramót í greininni hafa verið haldin frá árinu 2005. Árið 2009 hófst formleg deildarkeppni í greininni og voru fjögur lið skráð til leiks. Þar stóð Bandýfélag Kópavogs uppi sem sigurvegari en það var stofnað í marsmánuði 2006 og gekk í UMSK fáum árum síðar. Bandýfélag Kópavogs hefur orðið Íslandsmeistari nokkrum sinnum og leikið erlendis á mótum. Innan HK er starfrækt bandýdeild sem æfir í íþróttahúsinu Digranesi undir stjórn þjálfara, árið 2021 skiptist starf hennar í fimm flokka sem eru: Krakkaflokkur fyrir 10–12 ára. Unglingaflokkur fyrir 13–15 ára. Spilhópur fyrir 16 ára og eldri. Meistaraflokkur karla. Meistaraflokkur kvenna. Bandý-leikurinn er iðkaður innan vébanda UMSK.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==