Aldarsaga UMSK 1922-2022

492 Akstursíþróttir – Motomos Akstursíþróttir, bæði á bílum og vélhjólum, hafa eflst síðustu áratugina og innan UMSK er eitt akstursíþróttafélag, það er vélíþróttaklúbburinn Motomos í Mosfellsbæ sem var stofnaður árið 2005. Tilgangur klúbbsins er að skipuleggja vélhjólaæfingar og byggja upp varanlega aðstöðu fyrir vélhjólaíþróttir í bæjarfélaginu. Félagið er með aðstöðu í gömlum malargryfjum vestan við Mosfell, þar eru akstursbrautir sem þykja skemmtilegar til að spreyta sig á og þar er gott fyrir áhorfendur að fylgjast með ökuleikni keppenda. Árið 2013 var haldið þar Íslandsmeistaramót í motokrossi, í fyrsta skipti í sögu félagsins. Sama ár var Kjartan Gunnarsson, félagi í Motomos, kjörinn íþróttamaður Mosfellsbæjar. Á félagssvæði Motomos fara fram æfingar undir eftirliti þjálfara og einnig eru haldin þar námskeið sem Eyþór Reynisson hefur annast. Þarna er einnig félagsaðstaða Motomos. Nýjustu fréttir af félaginu árið 2015 voru þessar, samkvæmt ársskýrslu UMSK: „2015 var gott ár hjá Motomos, við héldum Íslandsmót í motorcrossi í júní, sem gekk mjög vel. Aðstaðan hjá okkur er orðin mjög fín, eftir margra ára uppbyggingu. Það gekk vel hjá keppendum Motomos, þó sérstaklega vel hjá Óliver Erni Sverrissyni sem varð Íslandsmeistari unglinga í fyrsta skipti, hann var valinn akstursíþróttamaður Mosfellsbæjar 2015.“634 Um starfið sumarið 2016 segir enn fremur: „Æfinga- og keppnissvæði Motomos hefur verið að þróast í eina af flottustu brautum landsins og var það mikið verk. En í sumar fengum við góða viðbót í vökvunarkerfið sem hefur verið okkar helsta vandamál ef það er þurrt. En næstum öll þessi vinna hefur verið unnin í sjálfboðavinnu frá upphafi og er Motomos í þakkarskuld við þessa sjálfboðaliða!“635 Motomos er aðili að Mótorhjóla- og vélsleðasambandi Íslands (MSÍ), árið 2021 voru 237 félagsmenn í Motomos. Í akstursgryfju Motomos í Mosfellsbæ. Vélfákur og knapi hans.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==