Aldarsaga UMSK 1922-2022

491 Afreksfólk Sérsambönd innan ÍSÍ velja á sérhverju ári íþróttafólk ársins. 2001–2005 kom afreksfólk innan UMSK þar við sögu sem hér segir: 2001 Arnar Sigurðsson og Íris Staub úr Tennisfélagi Kópavogs voru tennismaður og tenniskona ársins. Helga Dögg Helgadóttir og Ísak Halldórsson úr Dansfélaginu Hvönn voru danspar ársins. Hrafnhildur M. Gunnarsdóttir úr Stjörnunni var fimleikakona ársins. Jón Arnar Magnússon úr Breiðabliki var frjálsíþróttamaður ársins.629 2002 Arnar Sigurðsson og Sigurlaug Sigurðardóttir úr Tennisfélagi Kópavogs voru tennismaður og tenniskona ársins. Elísabet Sif Haraldsdóttir og Robin Sewell úr Dansfélaginu Hvönn voru danspar ársins. Jón Arnar Magnússon úr Breiðabliki var frjálsíþróttamaður ársins. Logi Laxdal úr Hestamannafélaginu Andvara var hestaíþróttamaður ársins. Róbert Karl Hlöðversson úr Stjörnunni var valinn blakmaður ársins. Rúnar Alexandersson úr Gerplu var fimleikamaður ársins. Sigríður Ólafsdóttir og Viðar Olsen úr Siglingaklúbbnum Ými voru siglingakona og siglingamaður ársins.630 2003 Arnar Sigurðsson úr Tennisfélagi Kópavogs var tennismaður ársins. Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) var kylfingur ársins. Einar Sigurðsson úr HK var blakmaður ársins. Jón Arnar Magnússon úr Breiðabliki var frjálsíþróttamaður ársins. Rúnar Alexandersson úr Gerplu var fimleikamaður ársins. Sif Pálsdóttir úr Gróttu var fimleikakona ársins. Soumia Islami úr Tennisfélagi Kópavogs var tenniskona ársins.631 2004 Arnar Sigurðsson úr Tennisfélagi Kópavogs var tennismaður ársins. Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar var golfmaður ársins. Brynjar Júlíus Pétursson úr HK var blakmaður ársins. Jón Arnar Magnússon úr Breiðabliki var frjálsíþróttamaður ársins. Kristjana Sæunn Ólafsdóttir úr Gerplu var fimleikakona ársins. Rúnar Alexandersson úr Gerplu var fimleikamaður ársins. Sigurlaug Sigurðardóttir úr Tennisfélagi Kópavogs var tenniskona ársins.632 2005 Arnar Sigurðsson og Íris Staub úr Tennisfélagi Kópavogs voru tennismaður og tenniskona ársins. Emil Gunnarsson úr Stjörnunni var blakmaður ársins. Kristjana Sæunn Ólafsdóttir úr Gerplu var fimleikakona ársins. Viktor Kristmannsson úr Gerplu var fimleikamaður ársins. Heiðar Davíð Bragason úr Golfklúbbnum Kili var golfmaður ársins.633

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==