490 sem UMSK bar sigur úr býtum á landsmóti, áður hafði það gerst í Haukadal árið 1940, á Akranesi árið 1975 og í Mosfellsbæ árið 1990. Um 5000 manns voru viðstaddir lokaathöfnina þar sem verðlaun voru afhent og þar tók Valdimar Leó, formaður UMSK, á móti sigurverðlaunum fyrir hönd sambandsins. Hann hafði reynst sannspár um úrslit mótsins þegar hann talaði um að „ákvörðun“ hefði verið tekin um sigur á mótinu. UMSK varð stigahæsta sambandið í fjórum greinum, í blaki, dansi, handknattleik kvenna og sundi og var keppnisliðinu hælt í næstu ársskýrslu með þessum orðum: „Það má segja að lið UMSK hafi staðið sig frábærlega á mótinu. Glaðværð og sannkallaður keppnisandi var ríkjandi og var liðið áberandi á öllum keppnisstöðum, enda vel merkt í búningum og bolum merktum UMSK.“627 Á steinstöpli við íþróttavöllinn á Sauðárkróki birtist kveðja frá UMFÍ til Skagfirðinga og þakkir fyrir móttökurnar á landsmótinu. Níræð á sínu fyrsta landsmóti Eldri ungmennafélagar fjölmenntu á mótið og tóku virkan þátt í því, stunduðu boccia og pútt og sýndu dans á leikvanginum við góðar undirtektir áhorfenda. Morgunblaðið tók viðtal við einn úr hópnum: „Meðal þeirra sem settu skemmtilegan svip á 24. landsmót UMFÍ voru eldri ungmennafélagar sem voru gríðarlega skemmtilegur hópur sem hafði í nógu að snúast alveg frá morgni til kvölds. Hópurinn er frá Reykjavík, Garðabæ, Kópavogi og Suðurnesjum og í honum voru alls um áttatíu manns. Ein sú sprækasta var Aðalheiður Snorradóttir, sem vantar þrjá mánuði í nírætt, en hún tók þátt í öllu sem boðið var uppá hjá hópnum, sýndi dans og var með í leikfiminni. „Þetta er fyrsta landsmótið mitt og ég slysaðist til að koma á það, betra er seint en aldrei! Það var annað hvort að hrökkva eða stökka. Ég hef verið í leikfimi fyrir aldraða í Kópavogi síðan ég varð „lögleg“ og það er alveg frábært,“ sagði Aðalheiður þegar Morgunblaðið ræddi við hana, Aðalheiður sagðist ekki ætla að halda upp á þau tímamót að verða níræð. „Ég verð að heiman, eins og það heitir,“ sagði hún sposk og sagðist hafa haldið veislu fyrir áratug þegar hún varð áttræð. „Þetta hefur verið frábær tími hérna á Sauðárkróki, vinna alveg frá morgni til kvölds þannig að þetta er eiginlega dálítið púl, en skemmtilegt puð. Það er alltaf eitthvað um að vera hjá okkur og það er fínt, en maður verður að reyna að hvíla sig aðeins á milli, svona þegar færi gefst,“ sagði Aðalheiður. Hún sagðist þakka fyrir að hafa hreyfinguna og að vonandi hefði hún þrek og kraft til að koma á næsta landsmót. „Ég kalla letina harðstjóra og á í baráttu við hana á hverjum degi og það gengur nú svona upp og ofan. Ég mun halda áfram baráttunni við harðstjórann eins lengi og ég get. Maður ræður ekki ævinni alveg sjálfur en ég geri mitt til að gera hana ánægjulega með því að æfa vel og það er alveg ótrúlegt hversu miklu hreyfing getur breytt fyrir mann. Það var virkilega gaman að detta inn í þennan hóp og koma á landsmót. Veðrið hefur verið dásamlegt og þessi ferð í alla staði hin dásamlegasta,“ sagði þessi hressi öldungur.“628 Aðalheiður Snorradóttir lést 26. nóvember 2016, þá nýorðin 102 ára. Aðalheiður Snorradóttir.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==