Aldarsaga UMSK 1922-2022

49 létu sér ekkert mannlegt óviðkomandi og áhuginn var ódrepandi. Félagsmenn áttu góðan hlut í gerð Melavallar og létu sig ekki muna um að reisa vandaðan sundskála í Skerjafirði árið 1909 sem vígður var með miklum glæsibrag og ræðuhöldum ráðherra. Stofnað var sundfélagið Grettir til að reka skálann og fólk þyrptist að til að synda í sjónum um sumarið. En nýjabrumið náði skammt og skálinn dugði aðeins örfá ár. Óhrjáleg fiskverkun og lýsisbræðsla við hlið hans sáu til þess að grútur lagðist yfir fjörurnar og sundfólkið hraktist á braut. Þannig fór um sjóferð þá en söm var gerð ungmennafélaganna. Fyrstu árin voru fundir haldnir á hverjum einasta sunnudegi allan veturinn og fundarsóknin þvílík að salurinn í Bárubúð rúmaði tæplega alla fundargesti. Snemma eignaðist félagið allmikið bókasafn til útlána fyrir félagsmenn sína. Félagið gaf út veglegt handskrifað blað sem hét Skinfaxi sem var lesið upp á fundum þess. Skinfaxi Umf.R var annað blað en nafni hans sem prentaður var hjá UMFÍ. Hann hófst þannig árið 1906: Skinfaxi biður sér hljóðs og mælir þannig: Nú vil ek hefja skeiðið í skini hins fyrsta dags æfi minnar. Þér hafið allir heyrt sagnir um hinn mikla hest Ásanna er þeir gáfu Degi. Nafn hans er Skinfaxi „og lýsir allt loft og jörðina af faxi hans.“7 Fjórar þykkar handskrifaðar bækur blaðsins eru geymdar á Landsbókasafni og þangað eru heimildirnar meðal annars sóttar. Í Skinfaxa átti þjóðlegur texti sinn verndarvæng og vei þeim sem töluðu eða skrifuðu slæma íslensku. Þeim var helgaður sérstakur þáttur sem nefndist „Mállýtasafn Skinfaxa.“ Þar var safnað saman öllum ambögum og málfarsvillum félaganna og þær birtar undir nafni þeirra. Sumir lágu betur við höggi en aðrir og Helgi Valtýsson, þáverandi formaður UMFÍ, fékk á baukinn fyrir að brúka í stað nota, nota prívat fyrir einka og spurgsmál í stað spurningar. Helgi hafði dvalist langdvölum í Noregi og var farinn að stirðna í íslenskunni. Íþróttakappinn Sigurjón Pétursson á Álafossi var litlu skárri þótt hann væri heimaalinn. Hann þótti óþarflega dönskuskotinn með altso á vörum í tíma og ótíma og notaði einnig prís í stað verðs. Íþróttamenn félagsins stunduðu frjálsíþróttir og fimleika af miklum dugnaði og sýndu listir sínar á landsmóti UMFÍ í Reykjavík 1911. Félagið átti stigahæsta keppandann á mótinu en það var Sigurjón Pétursson sem bar höfuð og herðar yfir aðra íþróttamenn landsins á þeirri tíð. Á landsmóti UMFÍ sem haldið var í Reykjavík 1914 var Guðmundur Kr. Guðmundsson Umf.R helsti afreksmaðurinn og þýddi fáum að reyna sig við hann í frjálsíþróttum eða glímu. Guðmundur var einnig mikill félagsmálamaður og var til dæmis gjaldkeri FS árin 1914–1918. Helsti íþróttakennari félagsins var Guðmundur Sigurjónsson sem var einn af Ólympíuförum Ungmennafélag Reykjavíkur lét byggja sundskála í Skerjafirði. Sundfólk við vígslu sundskálans 1. ágúst 1909.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==