Aldarsaga UMSK 1922-2022

489 Örnefnið „Kvígildisdalur“ stóð í keppendum og tókst engum að koma því kórrétt á blað. Að venju reyndi keppni í starfshlaupi bæði á krafta og þol, að þessu sinni áttu keppendur að lyfta bobbingum upp á olíutunnur, velta hjólbarða, renna sér á hjólabretti, hlaupa með fullar hjólbörur, sippa tíu sinnum, hlaupa aftur á bak um 80 metra og að lokum að leggja hnakk á hest. Þessar þrautir reyndu á þolrifin hjá keppendum en áhorfendum var skemmt. Keppendur voru 33 talsins og sigurvegari varð Eyfirðingurinn Jón Ingi Sveinsson. Meðal keppenda var Guðmundur Hallgrímsson, 68 ára gamall Austfirðingur sem var að keppa á sínu 15. landsmóti. „Meðan maður getur stigið í fæturna reynir maður að vera með,“ sagði hann í viðtali.625 Ýmsar greinar Fimm lið mættu til keppni í trompfimleikum kvenna, UMSK-stúlkur sigruðu með nokkrum yfirburðum, enda byggði sambandið á langri hefð og reynslu í þessari íþróttagrein. HSK-stúlkur urðu í öðru sæti og Keflvíkingar í því þriðja. Í glímu kepptu konur í tveimur þyngdarflokkum, þar sigruðu Inga Gerða Pétursdóttir HSÞ og Svana Hrönn Jóhannsdóttir UDN. Í karlaflokki var keppt í þremur þyngdarflokkum, sigurvegarar voru Daníel Pálsson HSK, Stefán Geirsson HSK og Arngeir Friðriksson HSÞ sem lagði alla andstæðinga sína. Keppni í golfi gekk vel í sumarblíðunni, keppendur úr UMSS voru sannarlega í essinu sínu, þekktu vel sinn heimavöll og sigruðu bæði í kvenna- og karlaflokki. Hestamenn úr HSK, UMSS og UMSE röðuðu sér í verðlaunasætin í hestaíþróttum og hömpuðu Skarphéðinsmenn flestum verðlaununum. Það þótti tíðindum sæta að HSK skákaði skagfirskum knöpum og hestum í höfuðvígi íslenska hestsins, í sögu UMFÍ er vikið að þessu: „Það hefur lengi verið sígilt umræðuefni í kaffistofum norðlenskra hesthúsa hvernig þetta gat gerst en engin skýring hefur fundist.“626 Keppnin í skotíþróttum fór fram á skotsvæði sem kennt var við Jón Ósmann (1862–1914) sem var á sinni tíð þekktur ferjumaður við Héraðsvötn í Skagafirði. Skotíþróttir höfðu ekki öðlast almenna útbreiðslu í landinu, flestir keppendur komu úr Reykjavík og Hafnarfirði. Ein kona var meðal keppenda, Jórunn Harðardóttir (ÍBR) sem náði bestum árangri keppenda með loftriffli. Keppni í boccia, badminton og borðtennis fór fram í Varmahlíð, í 25 km fjarlægð frá Sauðárkróki, en þar voru íþróttamannvirki til staðar. Í borðtennis sigruðuMatthías Stephensen og Halldóra Sigurlaug Ólafs, bæði úr ÍBR. Kvöldvökur Kvöldvökur voru á hverju kvöldi í reiðhöllinni á Sauðárkróki. Þar sýndu hestar og hestamenn listir sínar, karlakórinn Heimir söng og Stuðmenn léku fyrir dansi á laugardeginum. Inni í bænum á svonefndum Flæðum voru kvöldvökur með ýmsum skemmtikröftum. Þangað mættu til dæmis Geirmundur Valtýsson, hljómsveitin Á móti sól, Stuðmenn og Álftagerðisbræður. Um tíu þúsund manns voru í bænum á föstudagskvöldinu og enn fleiri kvöldið eftir. Allt fór vel fram. Sigur í höfn Nokkur halli varð á mótinu en UMFÍ hljóp undir bagga og styrkti UMSS um eina milljón króna. Fyrir UMSK skipti mestu máli að sambandið sigraði í stigakeppninni, eftir harða keppni við UMSS og HSK. Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) lenti í 4. sæti. Þetta var í fjórða skiptið Geirmundur Valtýsson mætti að sjálfsögðu á kvöldvökuna með skagfirsku sveifluna. Valdimar Leó, formaður UMSK, hampar sigurbikarnum. „Ákvörðun“ um sigur gekk eftir á Króknum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==