487 og þá fær maður aukna orku. Aðstaðan hér er alveg frábær og hlaupabrautin er svo góð að maður þarf bara að rétta úr sér, þá er maður kominn á fulla ferð,“ segir Sunna sem er mjög ánægð með alla framkvæmd mótsins.“623 Sigurbjörg Ólafsdóttir UMSK varð önnur í 100 m hlaupi, 200 m hlaupi og langstökki. Fríða Rún Þórðardóttir náði þriðja sætinu í 800 m, 1500 m og 3000 m hlaupi. Hún var að keppa á sínu sjötta landsmóti og hafði unnið til verðlauna á þeim öllum. Að þessu sinni keppti hún fyrir ÍBR en hún hafði gengið til liðs við ÍR. Sigurbjörn Árni Arngrímsson UMSS vann 1500 m hlaupið á nýju landsmótsmeti, hann sigraði einnig í 800 m hlaupi við mótssetninguna. UMSK hafnaði í þriðja sæti í frjálsíþróttakeppninni á eftir ÍBR og UMSS. Gísli Sigurðsson, þjálfari Skagfirðinga, mátti vel við una og þegar hann steig á verðlaunapallinn ásamt sínu fólki til að veita verðlaununum viðtöku gripu félagar hans fullar vatnsfötur og helltu yfir hinn sigursæla þjálfara. Knattgreinar Handknattleikur kvenna á sér langa sögu á landsmótum, ævinlega leikinn utan dyra, einnig á Sauðárkróki þar sem keppt var á malbiki. Einungis fimm lið mættu til leiks, þar af voru tvö úr UMSK sem höfðu yfirburði í keppninni. Tíu blaklið kepptu í karlaflokki og sigraði lið UMSK Reykvíkinga í úrslitum. Tólf lið mættu til leiks í kvennaflokki og unnu stúlkur úr UMSK lið UÍA í æsispennandi úrslitaleik. Tvöfaldur sigur hjá UMSK í blakinu. 11 karlalið tóku þátt í knattspyrnukeppninni, til úrslita léku Bolvíkingar og Austfirðingar í hnífjöfnum leik en í framlengingu tókst UÍA að knýja fram sigur. Í kvennaflokki kepptu einungis fjögur lið, þar léku Keflvíkingar og Vestfirðingar til úrslita, Suðurnesjastúlkur höfðu betur í þeirri viðureign. Í körfuknattleik karla höfðu Njarðvíkingar verið mjög sigursælir á landsmótum en nú var Bleik brugðið, þeir enduðu í 4. sæti. Það voru hinsvegar Snæfellingar og UMSK sem kepptu til úrslita, þeir fyrrnefndu höfðu betur og UMSK varð að sætta sig við silfrið. Keppni í körfuknattleik kvenna var á dagskrá í fyrsta skipti á landsmóti, fimm lið mættu til leiks. Reykvíkingar stóðu uppi sem sigurvegarar, Snæfellingar lentu í öðru sæti og HSK í því þriðja. Skák og bridds Í skákkeppninni tefldu þátttakendur 30 mínútna atskákir, sveit Fjölnis í Grafarvogi sigraði en skáksveitir frá HSK og UMSK unnu silfur og brons. Góð þátttaka var í briddskeppninni, 18 sveitir tóku þátt í henni. Nokkur sambönd nýttu sér þá heimild að senda tvær sveitir til keppni sem var bæði löng, ströng og jöfn en Skarphéðinsmenn stóðu uppi sem sigurvegarar. Sund Þátttakendum í sundi hafði fækkað frá því sem áður var, margt gott sundfólk mætti ekki, árangurinn varð lakari en á undanförnum landsmótum og engin landsmótsmet voru slegin. UMSK-liðið var með allgóða breidd innan sinna raða og stóð uppi sem sigurvegari í stigakeppninni. Stigahæsta sundfólkið úr UMSK voru eftirtaldir einstaklingar: Hildur Karen Ragnarsdóttir vann inn 46 stig. Hún fékk næstflest stigin á mótinu, einungis Jón Arnar Magnússon frjálsíþróttakappi hlaut fleiri stig. Elfa Sigurðardóttir hlaut 35 stig. Arnar Einarsson hlaut 32 stig. Rúnar Rafn Ægisson hlaut 29 stig. Sigrún Helga Davíðsdóttir hlaut 24 stig.624 Dans Á Sauðárkróki var dans í fyrsta skipti keppnisgrein á landsmóti. Tólf danspör tóku þátt í keppninni á öllum aldri, úr UMSK, UMSB og UMSS. Keppendur úr UMSK röðuðu sér í efstu sætin, enda stóð dansiðkun með miklum blóma innan sambandsins um það leyti, tvö dansfélög voru starfandi þar: Dansfélagið Hvönn og Dansíþróttafélags Kópavogs. Keppnisgreinar á Króknum voru samba, rumba, jive og chachacha, ótvíræðir sigurvegarar voru Ísak Halldórsson og Helga Dögg Helgadóttir úr Dansfélaginu Hvönn. Mikill áhugi var á því að fylgjast með danskeppninni, áhorfendur komust naumast fyrir í skólarýminu þar sem keppnin fór fram. Jón Arnar Magnússon keppti fyrir UMSK á landsmótinu, meðal annars sigraði hann í 110 m grindahlaupi. Þessi mynd af honum var tekin erlendis.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==