Aldarsaga UMSK 1922-2022

486 Stig, tap og sigrar Sérhvern mótsdag kom út blaðið Landsmótsfréttir og var dreift um mótssvæðið, meðal annars með nýjustu tíðindi af úrslitum. Hér verður gerð grein fyrir keppni og úrslitum í einstökum greinum og sjónum einkum beint að árangri UMSK-fólks. Frjálsar íþróttir Jón Arnar Magnússon (UMSK) var yfirburðamaður líkt og oft áður á landsmótum en hann keppti fyrst á landsmóti á Húsavík árið 1987. Á Sauðárkróki tók hann þátt í sex greinum, vann fimm gull og eitt silfur, í spjótkasti. Jón Arnar var stigahæsti maður mótsins með 49 stig og vann besta frjálsíþróttaafrekið þegar hann hljóp 110 m grindahlaup á 14,61 sek. sem skilaði honum 1000 stigum samkvæmt stigatöflu. Einnig vann Jón Arnar auðveldan sigur í langstökki og stangarstökki þar sem hann bætti eigið landsmótsmet, stökk 4,90 metra. Enn fremur setti hann landsmótsmet í 200 m hlaupi með tímanum 22,2 sek., annar í hlaupinu var Halldór Lárusson, félagi hans úr UMSK sem var kjörinn íþróttamaður UMSK ári síðar. Sambandið tefldi fram tveimur sveitum í 4 x 100 m boðhlaupi. A-sveitin sigraði og setti landsmótsmet, í henni voru Jón Arnar, Halldór, Andri Karlsson og Arnór Jónsson, B-sveitin hafnaði í 3. sæti. Tvær UMSK-sveitir voru einnig í 1000 m boðhlaupi, A-sveitin sigraði, í henni voru Arnór Jónsson, Andri Karlsson, Guðmundur Daði Kristjánsson og Halldór Lárusson. Sveit Hafnfirðinga í boðhlaupunum vakti verðskuldaða athygli en hana skipaði sá gamalkunni hlaupari Trausti Sveinbjörnsson (f. 1946) ásamt þremur sonum sínum, Ólafi Sveini, Birni og Bjarna Þór. Trausti hóf feril sinn í FH, gekk síðan í Breiðablik og keppti á mörgum landsmótum fyrir UMSK, sigraði meðal annars á Eiðum árið 1968 í 400 m hlaupi en að þessu sinni keppti hann fyrir Hafnfirðinga ásamt sonum sínum. Magnús Aron Hallgrímsson UMSK sigraði nokkuð örugglega í kringlukasti eins og búist hafði verið við. Hann var líkt og aðrir ánægður með aðstöðuna og sagði í viðtali: „Þetta er frábær aðstaða sem þeir hafa komið sér upp hér á Króknum, virkilega glæsilegt og það var fínt að kasta hérna …“622 Í kvennaflokki var Sunna Gestsdóttir UMSS í sérflokki, hún keppti á sínu fimmta landsmóti og sigraði í fimm greinum, 100 m hlaupi, langstökki, 200 m hlaupi, þar sem hún vann besta afrek mótsins í kvennaflokki, og einnig tók Sunna þátt í tveimur boðhlaupum. Hún sagði í viðtali á mótinu: „Það er alltaf jafngaman að keppa á Landsmóti, fyrst og fremst er mjög gaman að keppa fyrir framan svona marga áhorfendur sem hvetja mann áfram Brekkan við völlinn nýttist áhorfendum vel. Þarna má meðal annars greina fána UMSK.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==