Aldarsaga UMSK 1922-2022

485 kvenna, dans og siglingar. Að venju voru sýningargreinar á dagskrá, að þessu sinni voru það æskuhlaup, íþróttir eldri ungmennafélaga og fjallahlaup, þar voru í boði tvær vegalengdir í fögru umhverfi, sú lengri var 17 km þar sem hlaupið var um fjalllendi í grennd við Sauðárkrók. „Ákvörðun“ um sigur Ester Jónsdóttir, Svanur M. Gestsson, Alda Helgadóttir, Hraunar Daníelsson og Ólína Sveinsdóttir tóku sæti í landsmótsnefnd UMSK. Starfsmaður nefndarinnar var Birgir Ari Hilmarsson, framkvæmdastjóri sambandsins, einnig voru tilnefndir sérgreinastjórnar fyrir einstakar íþróttagreinar. Keppendur frá UMSK voru um 230 talsins og tóku þeir þátt í 14 íþróttagreinum, auk starfsíþrótta. Engar skipulagðar hópferðir voru norður, keppendur sáu sjálfir um að komast á mótsstað þar sem stóra UMSK-tjaldið var reist að venju. Ester Jónsdóttir og Alda Helgadóttir sáu um alla skipulagningu á matarmálunum, meðal annars þurfti að flytja bílfarma af mat norður í Skagafjörð, þó ekki lambakjötið fyrir grillveisluna á laugardagskvöldinu því heilu kjötskrokkarnir voru keyptir hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og sagaðir og kryddaðir í kjötvinnslu KS. Á landsmótinu á Egilsstöðum þremur árum fyrr lenti UMSK í öðru sæti en nú skyldi stefnt beint á gullið líkt og fram kom hjá Valdimar Leó, formanni UMSK, á ársþingi sambandsins í febrúar 2004. Hann sagði: ,,Það er orðið nokkuð langt um liðið síðan UMSK sigraði í heildarstigakeppni en tekin hefur verið ákvörðun að það gerist í sumar.“621 Í herbúðum UMSK ríkti eftirvænting um hvort þessi ,,ákvörðun“ myndi standast þegar blásið yrði til keppni á Króknum. Hver verður kyndilberinn? Veðurguðirnir brugðust ekki mótsgestum, á fimmtudeginum var logn og 20 stiga hiti og hélst veðurblíðan nær alla helgina. Mótið var sett á föstudeginum í glöðu kvöldsólskini, forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var viðstaddur, Karlakórinn Heimir söng, meðal annars ,,Skín við sólu Skagafjörður“ sem var sérstaklega viðeigandi. Sunna Gestsdóttir frjálsíþróttakona flutti ávarp fyrir hönd íþróttafólksins og heiðursgestir voru fimmmenningar sem höfðu skipað landsmótsnefndina fyrir landsmótið á Sauðárkróki 33 árum fyrr. Talið er að um 9000 manns hafi verið viðstaddir mótssetninguna. Unnar Vilhjálmsson varð ,,arftaki“ Þorsteins Einarssonar og Hafsteins Þorvaldsssonar við að stjórna fjölmennri skrúðgöngu ungmennafélaga inn á íþróttavöllinn, fánaberi var heimamaðurinn og hlauparinn Sveinn Margeirsson en í fararbroddi voru knapar á skagfirskum gæðingum. Björn B. Jónsson, formaður UMFÍ, setti mótið og Hvítbláinn var dreginn að húni að venju. Síðan var landsmótseldurinn tendraður, sú hefð hafði myndast að leynd hvíldi yfir því hver kveikti eldinn en flestir mótsgestir þekktu kyndilberann þegar hann birtist: Eyjólfur Sverrisson, knattspyrnukappi og Skagfirðingur. Á landsmótinu á Egilsstöðum árið 2001 var kynnt nýtt landsmótsmerki sem Björn B. Jónsson hafði hannað. Það var valið úr 300 tillögum og átti að nota það framvegis á landsmótum. Merkið má sjá efst á þessari auglýsingu. Eyjólfur Sverrisson knattspyrnumaður tendraði landsmótseldinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==