Aldarsaga UMSK 1922-2022

484 „Landsmót – nú líður mér vel“ Landsmót UMFÍ á Sauðárkróki 8.–11. júlí 2004 Vestur eða norður? Snemma árs 2001 lá fyrir samþykkt um að landsmót UMFÍ yrði haldið á Vestfjörðum árið 2004, í fyrsta skipti í þeim landshluta. Að venju var uppbygging íþróttamannvirkja og innviða nauðsynleg á mótsstað en þau áform lentu í ógöngum og uppnámi hjá heimamönnum svo ljóst var að ekkert yrði úr mótshaldi á þeim slóðum. Þar með var málið aftur komið á byrjunarreit, nokkur héraðssambönd sýndu því áhuga að henda landsmótsboltann á lofti, þar á meðal UMSK, en niðurstaðan varð sú að mótið færi fram á Sauðárkróki. Sauðárkrókur hafði marga kosti sem landsmótsstaður, þar bjuggu vel á þriðja þúsund manns og íþróttalíf í héraðinu var blómlegt undir „yfirhattinum“ UMSS. Íþróttamannvirkin voru á afmörkuðu svæði í hjarta bæjarins en ráðist var í nauðsynlegar framkvæmdir á leikvanginum, þar á meðal byggingu á vallarhúsi og áhaldageymslu svo útkoman varð besti frjálsíþróttavöllur landsins, að margra mati. Þarna var einnig sundlaug og knattspyrnuvöllur, við enda hans var íþróttahús og handboltasvæði. Tjaldstæði var á Nöfunum, örskammt frá íþróttasvæðinu. Skipuð var landsmótsnefnd að venju, formaður hennar var Bjarni Jónsson, síðar alþingismaður, en Ómar Bragi Stefánsson var ráðinn framkvæmdastjóri mótsins og tveir starfsmenn honum til aðstoðar. Gefin voru út kynningarblöð vegna mótsins og vönduð leikskrá – og ekki má gleyma Landsmótslaginu sem Kristján Gíslason söng með grípandi viðlagi: „Landsmót – nú líður mér vel“. Rýmkaðar reglur Í nokkur ár hafði staðið yfir umræða um hvort heimila ætti íþróttabandalögum, til dæmis í Reykjavík og Hafnarfirði, þátttöku í landsmótum UMFÍ. Eftir miklar umræður var það samþykkt, þó með þeim fyrirvara að eingöngu sambandsaðilar UMFÍ gætu orðið sigurvegarar í heildarstigakeppninni. Aðrar mikilvægar breytingar á mótsreglum voru þær að sérhverjum keppanda var heimilt að taka þátt í fimm einstaklingsgreinum og héraðssamböndin fengu að senda fjóra keppendur í hverja grein. Þessar breyttu reglur áttu þátt í því að keppendur höfðu aldrei verið fleiri, 1560 einstaklingar mættu til leiks á Króknum. Keppnisgreinarnar voru 19 talsins og hafði þeim fjölgað um þrjár frá síðasta móti, það voru körfubolti Horft yfir landsmótsvöllinn á Sauðárkróki.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==