Aldarsaga UMSK 1922-2022

483 Stefán Karl Sævarsson varð annar í 200 m fjórsundi og Ásgeir Haukur Einarsson þriðji í sömu grein. Elín Jakobsdóttir varð önnur í 100 m baksundi. Stefanía Ósk Arnardóttir varð þriðja í 100 m skriðsundi og önnur í 100 m flugsundi. Thelma Ólafsdóttir varð önnur í 400 m skriðsundi og Helga Hrönn Óskarsdóttir þriðja í sömu grein. Sundlið UMSK var skipað fólki úr Breiðabliki, það sama ár tók Breiðablik þátt í bikarkeppni Sundsambands Íslands í 2. deild og vann sig upp í 1. deild. Silfur og gull Enn einu sinni lenti UMSK í 2. sæti í heildarstigakeppninni á eftir HSK, heimamenn úr UÍA höfnuðu í þriðja sæti. Skarphéðinn hafði mjög mikla breidd innan sinna raða og var eina sambandið sem fékk stig í öllum keppnisgreinum. Engir keppendur voru frá UMSK í golfi kvenna, íþróttum fatlaðra og badminton og gæti það hafa kostað UMSK sigurinn. Í heildina tókst landsmótið einstaklega vel en þó varð það áhyggjuefni að þátttaka var minni en á mótinu á undan. Í ársskýrslu UMSK sendi landsmótsnefnd sambandsins frá sér þessa kveðju: „Það má segja að lið UMSK hafi staðið sig frábærlega á mótinu. Glaðværð og sannkallaður keppnisandi var ríkjandi og var liðið áberandi þrátt fyrir að búningarnir hafi ekki skilað sér. Landsmótsnefnd UMSK þakkar öllum þeim sem þátt tóku fyrir skemmtilegan tíma og mótshöldurunum fyrir gott mót.“619 Áttrætt ungmennasamband Hvað gerir félag sem fagnar 80 ára afmæli sínu? Efnir til keppni, lítur um öxl og fram á veginn? Væntanlega, og það var reyndin með UMSK sem varð 80 ára árið 2002, í ársskýrslu er greint frá þessum tímamótum: „Ýmislegt var gert í tilefni afmælisins. Hið árlega skólahlaup UMSK var á Kópavogsvelli á afmælisdeginum og var í veglegri kantinum. Þátttakan var góð og allir fengu viðurkenningu og veitingar. Hinn 13. október var boðið til veislu í sal Breiðabliks í Smáranum og helgina 26.–27. október var almenningi boðið frítt í sund í samvinnu við ÍSÍ og sundstaði á sambandssvæðinu. Upplýsingabæklingi um sambandið og aðildarfélög þess var dreift svo og könnum með merki sambandsins. Síðasta afmælisverkefnið verður síðan afhent hér í dag, geisladiskur með hreinteiknuðum merkjum allra aðildarfélaganna.“617 Þrátt fyrir gott afmælisár var ljóst að ýmsar blikur voru á lofti um framtíð UMSK á nýrri öld, það heyrðust raddir sem sögðu: Ungmennafélagshreyfingin er barn síns tíma og kannski úrelt í gjörbreyttu samfélagi. Sum félög innan sambandsins íhuguðu jafnvel að ganga úr UMSK og sækja um beina aðild að UMFÍ, meðal annars til að fá stærri skerf af lottófé.618 Afreksfólk um aldamót Í ársskýrslu UMSK fyrir árið 2000 ritar Valdimar Leó Friðriksson, þá nýkjörinn formaður UMSK: „Á íþróttasviðinu náði meistaraflokkur Breiðabliks í kvennaknattspyrnu því mikla afreki að verða Íslandsmeistari innanhúss og Íslands- og Bikarmeistarar utanhúss. Jafnframt áttu þær knattspyrnukonu ársins; Rakel Björk Ögmundsdóttur. Auk hennar voru eftirtaldir UMSK félagar valdir íþróttamenn sérsambanda ÍSÍ árið 2000. Rúnar Alexandersson og Jóhanna Rósa Ágústsdóttir fimleikafélaginu Gerplu. Helga Dögg Helgadóttir og Ísak Halldórsson dansfélaginu Hvönn og Íris Staub og Arnar Sigurðsson Tennisfélagi Kópavogs. Ólympíuleikarnir í Sydney fóru ekki framhjá neinum en þar áttum við tvo fulltrúa. Rúnar Alexandersson keppti í fimleikum og Birgir Ari Hilmarsson var liðsstjóri í siglingum.“620 Rúnar Alexandersson (f. 1977), fimleikamaður úr Gerplu, var mjög sigursæll á sínum ferli og keppti á þrennum Ólympíuleikum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==