Aldarsaga UMSK 1922-2022

480 keppni en mætti á sitt 5. landsmót og kom, sá og sigraði, bæði í kúluvarpi og kringlukasti, hann sagði í viðtali: „Það er ekki hægt að segja nei þegar gamla félagið manns kallar á mann.“608 Það fór vel á því að heimamaðurinn Hreinn Halldórsson, fyrrum Íslandsmethafi í kúluvarpi, afhenti arftaka sínum gullverðlaunin. Jón Arnar Magnússon, sem hafði verið yfirburðamaður á síðustu landsmótum, var nú genginn í raðir Breiðabliksmanna og keppti undir merkjum UMSK á Egilsstöðum, á sínu 5. landsmóti og landaði fullu húsi stiga. Jón Arnar var í algjörum sérflokki í langstökki, stökk 7,78 m sem var nýtt landsmótsmet og besta frjálsíþróttaafrek mótsins, hann setti einnig nýtt landsmótsmet í 110 m grindahlaupi, hljóp á 14,49 sek., Egill Eiðsson UMSK hafnaði í þriðja sæti í grindahlaupinu. Þriðja sigurgrein Jóns Arnars var stangarstökkið þar sem hann stökk 4,80 m. Á milli greina var Jón Arnar önnum kafinn við að gefa eiginhandaráritanir og að sjálfsögðu var hann í boðhlaupssveitum UMSK sem unnu 1000 m boðhlaupið en hrepptu silfrið í 4 x 100 m hlaupi á eftir Skagfirðingum. Jón var nokkuð sáttur við árangur sinn og kvað landsmótið vera góða æfingu fyrir heimsmeistaramótið sem væri fram undan, hann hrósaði einnig vellinum og sagði að enginn íþróttavöllur á landinu hefði eins fallega umgjörð og Vilhjálmsvöllur.609 Sunna Gestsdóttir keppti á sínu fjórða landsmóti og var einnig stjarna mótsins; hún keppti að þessu sinni fyrir Skagfirðinga en bjó og æfði í Noregi og sigraði í fimm greinum að meðtöldum boðhlaupunum. Sunna vann 100 m hlaupið á nýju landsmótsmeti, 12,38 sek., þar var frænka hennar, Sigurbjörg Ólafsdóttir úr UMSK, í þriðja sæti. Sunna sigraði einnig í 400 m hlaupi og setti landsmótsmet í langstökki, stökk 5,94 m í mótvindi. Fullt hús stiga hjá Sunnu sem sagði í viðtali að lokinni keppninni: „Þetta er fullkomið, það er ekki hægt að gera betur.“610 Félagi hennar úr UMSS, Sólveig Hildur Björnsdóttir, vann hinsvegar besta afrek mótsins í kvennaflokki þegar hún hljóp 100 m grindahlaup á nýju landsmótsmeti, 14,1 sekúndu. Í lengri hlaupunum átti Guðrún Bára Skúladóttir HSK verðlaunapallinn vísan og sigraði í 800 m, 1500 m og 3000 m hlaupum af miklu öryggi. Sigríður Anna Guðjónsdóttir HSK vann þrístökkið en Maríanna Hansen UMSK hástökkið, félagi hennar úr UMSK, Aðalheiður María Vigfúsdóttir, vann stangarstökkið, þetta var í fyrsta skipti að keppt var í þeirri grein í kvennaflokki á landsmóti. Valgerður Sævarsdóttir UMSK hafnaði þar í 3. sæti og setti Íslandsmet í sínum aldursflokki, stökk 2,50 m, aðeins 13 ára gömul. Valgerður kom úr Aftureldingu sem var öflug á sviði frjálsra íþrótta um þetta leyti undir stjórn Hlyns Chadwick Guðmundssonar. Annars var frjálsíþróttalið UMSK að mestu skipað Breiðabliksfólki, þá um sumarið keppti félagið í bikarkeppni FRÍ í 1. deild undir eigin merkjum og lenti þar í 5. sæti. Í kastgreinunum voru norðlenskar stúlkur sigursælar á Egilsstöðum, Auður Aðalbjarnardóttir UMSE vann kúluvarpið, Vigdís Guðjónsdóttir UMSE sigraði í spjótkasti og Vilborg Jóhannsdóttir UMSS var sigurvegari í kringlukasti. Skagfirðingar sigruðu með nokkrum yfirburðum í stigakeppninni í frjálsum íþróttum og skákuðu þar bæði HSK og UMSK. Þetta var mikill persónulegur sigur fyrir Gísla Sigurðsson, þjálfara UMSS, sem átti stærsta þáttinn í að byggja upp þetta öfluga lið. UMSK lenti í 2. sæti í stigakeppninni. Glíma. Ætlunin var að glímukeppnin færi fram á Reyðarfirði en aðstæður þar þóttu ófullkomnar og höfnuðu keppendur þeim kosti. Keppnin var þess vegna færð yfir Fagradalinn, í íþróttahúsið á Egilsstöðum þar sem karlar og konur kepptu í mismunandi þyngdarflokkum. Skarphéðinn hafði sigur í stigakeppninni, hlaut 97 stig, Þingeyingar höfnuðu í 2. sæti með 67 stig. Golf. Í golfkeppninni sigraði sveit UÍA í kvennaflokki og HSK í karlaflokki með Karl Gunnlaugsson í fararbroddi en hann hafði tekið þátt í mörgum landsmótum í ýmsum greinum. Handknattleikur kvenna. Þátttakan var dræm, aðeins þrjú lið mættu til leiks. UMSK sigraði með nokkrum yfirburðum, stúlkur úr UÍA hömpuðu silfrinu og HSK hafnaði í 3. sæti. Guðmundur Hrafnkelsson, landsliðsmaður í handknattleik, var á ferðalagi um Austurland um þetta leyti, hann var gripinn glóðvolgur og annaðist dómgæslu í einum leiknum, á milli UÍA og HSK. Hestaíþróttir. Keppt var í skeiði, tölti, fjórgangi og fimmgangi. Sigurður Sigurðarson og Fölvi frá Hafsteinsstöðum héldu uppi heiðri UMSK og sigruðu í gæðingaskeiði. Sigurður vann einnig til verðlauna í fjórgangi og tölti. UÍA vann stigakeppnina, Skarphéðinn var í 2. sæti og UMSK lenti í 3. sæti. Íþróttir fatlaðra voru metnar til stiga í fyrsta skipti á landsmóti og var það sérstakt fagnaðarefni. Keppt var í sundi, boccia, boltakasti og frjálsum íþróttum. Keppendur komu frá HSK, UÍA, UMSB og HSÞ. HSK bar sigur úr býtum í stigakeppninni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==