Aldarsaga UMSK 1922-2022

479 Blak. Keppt var í fyrsta skipti í blaki kvenna á mótinu, lið UMSK lenti í 3. sæti en UÍA sigraði með yfirburðum. Lið UÍA var skipað stúlkum frá Þrótti á Neskaupstað sem skartaði einu besta blakliði landsins um það leyti og lék núna á heimavelli. Í sigurliðinu voru mæðgurnar Petrún Jónsdóttir og Hulda Elma Jónsdóttir og þriðji ættliðurinn, Elma Guðmundsdóttir, keppti einnig á mótinu, hún var í gullsveit kvenna í golfi, sannkölluð Norðfjarðarþrenna þar á ferð. Líkt og á undanförnum landsmótum kepptu UMSK og UÍA til úrslita í karlaflokki í blaki, að þessu sinni hafði UMSK betur, vann reyndar alla leiki sína á mótinu. Í liðinu voru fjórir bræður, Róbert, Vignir, Hlöðver og Ástþór Hlöðverssynir. Borðtennis. Níu karlar og sex konur kepptu í borðtennis en keppnin fór fram á Hallormsstað, 26 km frá Egilsstöðum. Í kvennaflokki sigraði Valdís Vaka Kristjánsdóttir (UÍA) en í karlaflokki Stefán Konráðsson (UMSK) sem starfaði þá sem framkvæmdastjóri ÍSÍ. Bridds. 15 lið tóku þátt í briddskeppninni þar sem UMSK bar sigur úr býtum. Skagfirðingar urðu í 2. sæti og Ungmennafélagið Víkverji hreppti bronsið. Fimleikar kvenna. Þar tókust á þrjú fimleikalið, UMSK (félagar úr Gerplu) vann gullið, Skarphéðinsstúlkur lentu í 2. sæti og Keflvíkingar í því þriðja. Frjálsar íþróttir. Að venju vakti frjálsíþróttakeppnin mikla athygli, margt afreksfólk var mætt til leiks og ekki spilltu frábærar aðstæður á Vilhjálmsvelli. Vilhjálmur Einarsson stýrði þrístökkskeppninni, Hreinn Halldórsson kúluvarpinu og Einar Vilhjálmsson keppninni í spjótkasti, allir víðfrægir afreksmenn í frjálsum íþróttum. Hér á eftir verður tæpt á helstu úrslitum í frjálsum íþróttum á mótinu: Andri Karlsson UMSK vann gullverðlaun í 100 og 400 m hlaupum. Skagfirðingurinn Björn Margeirsson sigraði í 800 m hlaupi á nýju landsmótsmeti en Sveinn bróðir hans vann hinsvegar 1500 m og 5000 m hlaup. Ólafur Guðmundsson HSK vann þrístökkið, þriðja landsmótið í röð, en Skagfirðingurinn Sigurður Óli Ólafsson sigraði í hástökki. Kastarinn góðkunni Pétur Guðmundsson úr HSK, sem átti bæði Íslandsmet og landsmótsmet í kúluvarpi, var hættur Þrír ættliðir sem unnu gullverðlaun á landsmótinu, talið frá vinstri: Elma Guðmundsdóttir var í sigursveit UÍA í golfi, Hulda Elma Jónsdóttir og Petrún Jónsdóttir voru í gullliði UÍA í blaki. Ljósmynd: Þorkell Þorkelsson. Efnt var til samkeppni um merki landsmótsins og bárust 25 tillögur. „Kraftur“ eftir Guðrúnu le Sage de Fontenay var valið merki mótsins sem prýddi meðal annars verðlaunapeningana.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==