Aldarsaga UMSK 1922-2022

478 fatlaðra, blak kvenna, badminton og skotfimi.603 Það reyndist óhjákvæmilegt að hluti mótsins færi fram utan Egilsstaða og niðurstaðan varð sem hér segir: Blakkeppnin fór fram á Neskaupstað. Handknattleikur og línubeiting á Fáskrúðsfirði. Badminton og boccia á Seyðisfirði. Borðtennis á Hallormsstað. Hestaíþróttir í Stekkhólma, 12 km frá Egilsstöðum. Knattspyrnan á Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði. Skotfimi á Þrándarstöðum og Eiðum sem eru fimm og 12 km frá Egilsstöðum.604 Slíkur fjöldi keppnisstaða hafði ekki tíðkast fyrr á landsmótum en þrátt fyrir andmæli varð þessu skipulagi ekki haggað. Sýningargreinar fóru allar fram á Egilsstöðum, þær voru æskuhlaup, torfærukeppni, skógarhlaup, kraftakeppni og alþjóðleg stangarstökkskeppni kvenna.605 Þrátt fyrir fjölgun keppnisgreina fækkaði keppendum í heildina og voru þeir um 300 færri en í Borgarnesi fjórum árum fyrr. Mótsgestir voru hinsvegar fjölmargir eða um 12 þúsund, enda var ýmislegt í boði annað en íþróttakeppni, til dæmis tónlist, leiklist, dans, leiktæki, varðeldur og kvöldvaka. Landsmótið var kynnt sem „stórkostleg íþrótta- og fjölskylduskemmtun“ og fór hluti dagskrárinnar fram í Tjarnargarðinum sem er lítill almenningsgarður í hjarta Egilsstaða.606 Keppnin Veðrið lék við keppendur og mótsgesti alla landsmótshelgina og skapaði létt og skemmtilegt andrúmsloft. Regnskúr á sunnudeginum var bara hressandi, létt sturta, eins og einn gesturinn orðaði það, meira að segja féll haglél á tjaldstæðið en menn létu það ekkert á sig fá, enda fór hitinn í 15 gráður. Keppendur voru hátt í 150 á breiðu aldursskeiði, sá yngsti var um tíu ára gamall en sá elsti kominn á níræðisaldur. Vel á þriðja tug héraðssambanda og íþróttafélaga tók þátt í mótinu og var þátttökugjald 4500 krónur á hvern einstakling. Þetta gjald ásamt auglýsingum og framlagi frá styrktaraðilum varð til þess að kostnaðarþáttur komst fyrir vind og vel það; heildarkostnaður við mótshaldið nam 30 milljónum króna.607 Keppnisgreinar voru 17 talsins og keppendafjöldinn að sjálfsögðu misjafn eftir greinum en um 900 verðlaunapeningar voru slegnir og afhentir. Hér verður gerð grein fyrir keppni og árangri í einstökum greinum og stafrófsröð látin ráða för. Badminton var ný landsmótsgrein á Egilsstöðum en einungis fjögur lið mættu til leiks, úr Borgarfirði og Keflavík, Skarphéðinsmenn og Austfirðingar. Borgfirðingar stóðu uppi sem sigurvegarar. Mótssetning á Vilhjálmsvelli.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==