477 þessu sinni. Aðalstyrktaraðilar UMSK voru Toyota og Sparisjóður Keflavíkur (SPK) og missti sambandið spón úr aski sínum þar eð búningar bárust ekki í tæka tíð og ekki hægt að merkja þá með nöfnum styrktaraðila. Söluaðili útvegaði liðinu hinsvegar stuttermaboli merkta UMSK sem keppendur gátu skartað á mótinu. Að þessu sinni voru engar skipulagðar rútuferðir á vegum UMSK á keppnisstaðinn enda fljótlegra að taka flugið, sambandið leigði vél fyrir keppendur úr UMSK og voru ferðirnar þeim að kostnaðarlausu, einhverjir kusu að ferðast á eigin bílum. Alls fóru um 200 keppendur frá UMSK á mótið, mötuneytið var að venju í stóra tjaldinu, þar var boðið upp á morgunmat og kvöldverð, einnig gat fólk smurt sér nesti að morgni dags. Hráefnið í máltíðirnar fékkst að mestu fyrir lítið eða ekkert á Reykjavíkursvæðinu og var flutt með bifreiðum austur á land. Kveikjum eldana … „Kveikjum eldana þar sem hjartað slær …“ orti Magnús Þór Sigmundsson, tónlistarmaður og fyrrum spjótkastari, á sínum tíma. Þetta lag og ljóð á vel við þegar rifjaðar eru upp sögur um landsmótseldinn. Árið 1997 var hlaupið umhverfis landið með eldinn, áður en hann var tendraður í Borgarnesi, en fjórum árum síðar tóku eldhugar hjólhesta í sína þjónustu, tvö hjólalið lögðu af stað samtímis úr Reykjavík með falinn eld og stefndu bæði til Egilsstaða, annað liðið fór sunnan jökla en hitt um Norðurland, gekk þessi þolraun undir nafninu Eldraunin. Á sama tíma hópuðust keppendur og aðrir til Egilsstaða og slógu upp tjaldbúðum, komu sér fyrir í tjaldvögnum og fellihýsum og stærstu héraðssamböndin líkt og UMSK settu upp stór samkomutjöld. Veðrið lék við mótsgesti alla landsmótshelgina og setningarathöfnin var sérlega glæsileg og fjölmenn. Hafsteinn Þorvaldsson stjórnaði skrúðgöngu keppenda, Þórir Jónsson, formaður UMFÍ, setti mótið, forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flutti ávarp, einnig töluðu Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Katrín Ásgrímsdóttir, bæjarstjóri Austur-Héraðs, og Hulda Elma Jónsdóttir blakkona sem talaði fyrir hönd keppenda. Guðmundur Hallgrímsson, frjálsíþróttamaður frá Fáskrúðsfirði, var mættur á sitt 14. landsmót og tendraði landsmótseldinn, hann keppti fyrst á landsmóti á Akureyri árið 1955. Heiðursgestur mótsins var hinsvegar Guttormur Þormar í Geitagerði í Fljótsdal (1923–2015) sem var frækinn hlaupari á árum áður og keppti á landsmótum UMFÍ á árunum 1943–1955. Við setningarathöfnina gekk hópur eldri ungmennafélaga fylktu liðu eftir hlaupabrautinni á Vilhjálmsvelli, allir í peysum með áletruninni „Hreyfing og lífsreynsla. Aldrei of seint.“ Fremstur í flokki var Pálmi Gíslason, fyrrum formaður UMFÍ. Þessi ganga átti að minna á að aldrei væri of seint að stunda hreyfingu og íþróttir. Á mótinu tók fólk úr þessum hópi á móti gestum í stóru tjaldi, bauð þar upp á hressingu og eldri ungmennafélagar kenndu jafnöldrum sínum leikfimiæfingar og leiki. Mótið breiðir úr sér Þótt Vilhjálmsvöllur stæði undir öllum væntingum skorti ýmislegt upp á að aðstaðan væri fullnægjandi á Egilsstöðum, einkum innanhúss. Íþróttahúsið hafði að vísu verið stækkað en landsmótsgreinum fór stöðugt fjölgandi sem kallaði á meira rými. Að þessu sinni voru keppnisgreinarnar 17 talsins, nýjar greinar voru íþróttir Skammtað á matardiska í UMSK-tjaldinu.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==