Aldarsaga UMSK 1922-2022

476 Út um víðan völl Landsmót UMFÍ á Austurlandi 12.–15. júlí 2001 Vilhjálmsvöllur vígður Nokkur héraðssambönd höfðu hug á að halda 23. landsmót UMFÍ en svo fór að það féll Austfirðingum í skaut. Landsmót höfðu tvisvar áður verið haldin austanlands, á Eiðum 1952 og 1968, en nú voru þeir tímar liðnir að hægt væri að halda svo viðamikil mót utan þéttbýlisstaða, stefnan var tekin á Egilsstaði en þá bjuggu þar um 1600 manns. Líkt og ævinlega þurfti að ráðast í mannvirkjagerð fyrir landsmótið, að þessu sinni var brýnast að byggja upp góða frjálsíþróttaaðstöðu með gerviefni á atrennu- og hlaupabrautum. Nýr völlur var vígður skömmu fyrir mótið og hlaut hann nafnið Vilhjálmsvöllur eftir Austfirðingnum Vilhjálmi Einarssyni (1934–2019), einum mesta afreksmanni frjálsra íþrótta á Íslandi fyrr og síðar. Hann varð snemma afburða stökkvari og sigraði í þrístökki á landsmótinu á Eiðum árið 1952 á nýju drengjameti, stökk 14,21 m. Fjórum árum síðar vann hann silfurverðlaun í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu. Tíðindamaður Morgunblaðsins leyndi ekki hrifningu sinni yfir hinum nýja Vilhjálmsvelli og ritaði í blaðið: „Egilsstaðabúar og raunar Austfirðingar allir hafa eignast eitt glæsilegasta íþróttasvæði landsins. Umgjörðin er einstaklega glæsileg, völlurinn stendur með háa kletta eftir endilöngu og á aðrar hliðar er hann varinn af miklum trjágróðri. Vonandi að austfirsk æska nýti sér þessa glæsilegu aðstöðu …“602 UMSK undirbýr austurför Að venju var undirbúningur UMSK viðamikill og haustið 2000 var landsmótsnefnd UMSK skipuð, í henni sátu Ester Jónsdóttir, Hraunar Daníelsson, Alda Helgadóttir, Kristján Sveinbjörnsson og Birgir Ari Hilmarsson. Þau höfðu ærinn starfa, eitt verkefnið var að finna sérgreinastjóra fyrir einstakar greinar mótsins: Blak, borðtennis, frjálsar íþróttir, handknattleik, hestaíþróttir, körfuknattleik, skák, skotfimi, starfsíþróttir og sund. Leitað var eftir tilboðum í svarta og rauða UMSKbúninga og samið við fyrirtæki sem stóð ekki í skilum þannig að búningamálin lentu í miklum ógöngum að Vilhjálmsvöllur á Egilsstöðum var vígður skömmu fyrir landsmótið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==