Aldarsaga UMSK 1922-2022

475 Nú var farið að hitna verulega í ungmennafélagskolunum svo mörgum þótti nóg um og vildu slíðra sverðin. Þórir Jónsson lét af formennsku árið 2001 og við tók Björn B. Jónsson sem var líkt og Þórir alfarið andvígur sameiningu. Smám saman lægði öldurnar í þessu máli og á ÍSÍ-þingi, sem haldið var í Hafnarfirði í aprílmánuði 2002, var lesin upp sameiginleg yfirlýsing Björns B. Jónssonar og Ellerts B. Schram. Þar segir: „ÍSÍ og UMFÍ munu virða tilveru og sjálfstæði hvors annars en beita sér fyrir auknu samstarfi í tölvumálum, fræðslu- og útgáfumálum, starfsskýrslum, rekstri þjónustumiðstöðva um landið, endurskoðun á skiptingu íþróttahéraða og bættum samskiptum í allri starfsemi. Við erum einnig sammála um að gerð skuli ítarleg úttekt á úthlutun lottóarðs, með það að markmiði að samstaða náist um skiptingu arðsins, samkvæmt einni heildstæðri aðferð.“601 Þannig lauk þessum áralanga ágreiningi með sögulegum sáttum. rekstur, við erum meira einskonar regnhlíf fyrir félögin. Þetta var meðvituð ákvörðun sem var tekin eftir stefnumótunarvinnu, við fengum KPMG í lið með okkur og fórum alveg niður í grasrótina, það var mögnuð vinna, við spurðum aðildarfélögin einfaldlega hvað þau vildu að UMSK gerði fyrir þau. Þessi vinna skipti sköpum fyrir sambandið. Á vettvangi UMSK Hver eru helstu verkefnin á vettvangi UMSK? Við útdeilum til dæmis lottópeningum eftir ákveðnum reglum og sendum inn umsóknir í afrekssjóð, verkefnasjóð og víðar. Síðustu tíu árin höfum við mikið spurt aðildarfélögin, hvað viljiið þið að við gerum fyrir ykkur? Við þjónustum félögin, hjálpuðum til dæmis HK að semja siðareglur sem voru síðan notaðar í öðrum félögum og að lokum um allt land. Leita aðildarfélögin mikið til ykkar? Já, það gerist einmitt þannig. Það eru til dæmis þrjú dansfélög innan UMSK og við vorum spurð að því hvort við gætum skipulagt dansmót, foreldrum fannst ekki nóg að hafa eingöngu Íslandsmeistaramót í dansi. Við settum af stað dansmót fyrir þremur árum sem var mjög skemmtilegt. Nú er þetta er orðið alþjóðlegt mót með gestum og alþjóðlegum dómurum. Það eru líka haldnir fyrirlestrar fyrir unglinga á þessum mótum sem við styrktum fjárhagslega. Hafa önnur héraðssambönd fetað svipaða slóð og UMSK? Ekki nógu markvisst, svarar Valdimar. Sum þeirra hafa setið eftir því eldra hlutverk þeirra er ekki lengur til staðar. Landsmótin gömlu eru ekki haldin lengur og það hefur líka sumsstaðar orðið fólksfækkun á landsbyggðinni. En gömlu góðu héraðsmótin, eru þau ennþá við lýði? Nei, þau hafa líka liðið undir lok, það reyndist ekki grundvöllur fyrir þau, sérsamböndin og einstök félög sjá um þessi mótamál. En skólahlaup UMSK er ennþá haldið, mjög viðamikill viðburður sem hefur verið tekjuöflun fyrir frjálsíþróttadeildirnar, þær skipuleggja hlaupið og fá til þess fjárstyrk frá UMSK. Framtíð UMSK Hvernig sérðu framtíð UMSK fyrir þér, Valdimar? Ég held að hún sé björt, svarar hann án þess að hika. UMSK er langfjölmennasta héraðssamband landsins, um 40% af félagsmönnum innan UMFÍ eru innan vébanda sambandsins, það eru um 80 þúsund manns. Lottótekjurnar skipta gífurlegu máli fyrir UMSK og skapa fjárhagslegan grunn starfseminnar. Áður fékk sambandið greiðslur frá einstökum sveitarfélögum en það er liðin tíð. Finnst þér það skipta máli að UMSK er ekki landfræðileg heild? Nei, alls ekki. Aðildarfélögin vilja keppa undir eigin merkjum í sínum búningum, hvort sem þau eru í Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi, Kópavogi eða Garðabæ. Það er enginn UMSK-búningur til lengur, það er ekki langt síðan hann var aflagður, líklega notaður síðast á landsmótinu í Kópavogi árið 2007. Hann var eitt sinn svartur og rauður og síðan grænn. Margir almennir félagsmenn vita sjálfsagt lítið um UMSK en það lifir samt góðu lífi, segir Valdimar að lokum.“600 Valdimar Leó gegndi formennsku í UMSK í 20 ár, þegar hann lét af störfum árið 2021 var hann sæmdur heiðurskrossi ÍSÍ og gullmerki UMSK. Tveimur árum síðar var hann gerður að heiðursfélaga í Ungmennafélaginu Aftureldingu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==