Aldarsaga UMSK 1922-2022

474 Ellert, forseti ÍSÍ, taldi að 95% af starfi ungmennafélaganna snerust um íþróttir og án sameiningar dreifðust lottótekjur allt of víða. Ungmennafélagar bentu á að starf þeirra snerist um margt fleira en íþróttir, til dæmis umhverfisvernd, leiklist og skógrækt. Valdimar Leó Friðriksson varð formaður UMSK árið 2000. Hann var eindreginn sameiningarsinni, margir innan forystu sambandsins fylgdu honum að málum og á þorranum árið 2001 var samþykkt á ársþingi UMSK að skora á stjórn UMFÍ að hefja strax viðræður við ÍSÍ um sameiningarmál. Svar UMFÍ barst tveimur dögum síðar, þess efnis að ekki væru forsendur fyrir því að taka upp viðræður við ÍSÍ. Hinn 13. febrúar var haldinn sérstakur formannafundur UMSK um málið og þar féll sprengjan: „Formannafundur UMSK haldinn 13. febrúar 2001 lýsir yfir vantrausti á stjórn UMFÍ vegna ákvörðunar stjórnarfundar 9.–10. febrúar sl. um að ganga ekki til viðræðna við ÍSÍ um mögulega sameiningu þrátt fyrir að vilji stórs hluta hreyfingarinnar hafi ítrekað komið fram.“599 Fór beint í félagsmálin Valdimar Leó Friðriksson var formaður UMSK í 20 ár. Ég er fæddur Akureyringur, sagði Valdimar Leó Friðriksson í viðtali árið 2018, en flutti þriggja ára gamall á Skagann þar sem foreldrar mínir settu upp sokkaverksmiðju og einnig útvarps- og sjónvarpsverkstæði. Ég bjó á Akranesi til 25 ára aldurs en fór þá að læra fiskeldi í Skotlandi skammt frá Edinborg en síðar stundaði ég nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. En félagsmál og íþróttalíf hafa þó einkum mótað mína starfsævi. Takturinn sleginn í Laugardalnum Valdimar segist snemma hafa fengið áhuga á íþróttum heima á Akranesi, en ég hef samt aldrei æft íþróttir, segir hann og hlær. Ég fann fljótt að ég átti miklu frekar heima á félagslega sviðinu. Það má segja að takturinn hafi verið sleginn árið 1982 þegar ég mætti með trommu á bikarúrslitaleik karla á Laugardalsvellinum. Skagamenn léku þar til úrslita, við mættum þarna 20 manna hópur og hugðumst skapa alvörustemningu en Baldur Jónsson vallarstjóri harðneitaði að hleypa okkur inn og spurði hvað ég hygðist gera við trommuna. Ég kvaðst ætla að slá með henni taktinn. Hvaða takt? spurði Baldur. Svo fór hann og eftir tíu mínútur kom lögreglan til að kanna okkur betur, við þóttum eitthvað grunsamlegir að mæta með stóra trommu löngu fyrir leik. En svo var okkur bara hleypt inn og við stýrðum stemningunni og Akranes vann! Formennskan á vel við mig Félagsstörfin heilluðu Valdimar strax á unglingsaldri. Ég fór beint í félagsmálin, segir hann. Árið 1983 varð ég formaður Handknattleiksfélags Akraness, þá var ég búinn að vera formaður nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands. Í janúar 1993 varð ég framkvæmdastjóri UMSE og gegndi því starfi í tvö ár. En hvenær hófstu störf á félagssvæði UMSK? Í september 1994 réð ég mig sem framkvæmdastjóra Aftureldingar, ég vann bæði fyrir aðalstjórn og knattspyrnudeildina og skrifstofan var í húsi sem er kallað Bólið. Anna H. Gísladóttir starfaði þarna með mér. Ég var framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar UMFA í þrjú ár, fyrsti vallarstjóri á Tungubökkum og framkvæmdastjóri aðalstjórnar UMFA í 11 ár. Færðirðu þig síðan yfir á vettvang UMSK? Já, 1997 varð ég varamaður í stjórn, 1998 varð ég ritari og árið 2000 var ég kosinn formaður sambandsins. Þá voru um það bil 32 félög í UMSK en þeim hefur fjölgað verulega síðan. Á formennskan vel við þig? Já, mér finnst hún skemmtilegt starf. Stóru félögin reka sig alveg sjálf og sjá um allan daglegan Baldur Jónsson, vallarstjóri á Laugardalsvellinum, var lítt hrifinn þegar Valdimar Leó mætti með trommu á bikarúrslitaleik árið 1982. Valdimar Leó Friðriksson var formaður UMSK á árunum 2000–2021.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==