Aldarsaga UMSK 1922-2022

473 UMFÍ og ÍSÍ í eina sæng? Sveinn Björnsson, forseti Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ), féll frá árið 1991 og þá varð Ellert B. Schram forseti sambandsins. Ellert hafði nýjar hugmyndir um samvinnu ÍSÍ og UMFÍ og lýsti því yfir á fundi með UMFÍ-fólki haustið 1991 að hann vildi eindregið sameina þessa tvo „turna“ á leiksviðinu, það er að segja UMFÍ og ÍSÍ. Kom þessi yfirlýsing UMFÍ-mönnum í opna skjöldu og Pálmi Gíslason, formaður UMFÍ, andmælti henni kröftuglega. Hér var komið mál á dagskrá sem varð að tilfinningahlaðinni deilu næsta áratuginn. Árið 1997 blossaði umræðan upp á UMFÍ-þingi, Logi Kristjánsson, fyrrum formaður Breiðabliks, var eindregið hlynntur sameiningunni og taldi mikinn sparnað fólginn í henni en Þórir Jónsson, formaður UMFÍ, og Björn B. Jónsson varaformaður voru algerlega andvígir henni. Kvaðst Þórir telja að allt tal um sameiningu myndi ala á sundrungu innan UMFÍ „… og sagðist myndu verja hreyfinguna svo lengi sem hann stæði uppréttur.“598 Leið svo tíð fram um hríð sem einkenndist af mjög skiptum skoðunum innan UMFÍ um lyktir málsins, á ársþingi ÍSÍ árið 2000 var samþykkt að gera úttekt á því hvort og þá hve mikill fjárhagslegur ávinningur yrði af umræddri sameiningu. Óháð ráðgjafafyrirtæki var fengið til að leita svara við þeirri spurningu, niðurstaðan varð sú að hagnaður af sameiningu gæti orðið 12,3 m.kr. Umræður og blaðaskrif um málið héldu áfram, ljóst var að UMSK og HSK væru hlynnt sameiningu en önnur héraðssambönd voru henni andvíg. UMSK-mót í fitness Vorið 2005 hélt UMSK grunnskólamót í „fitness“ og var það í fyrsta skipti að slík keppni var skipulögð fyrir þennan aldurshóp. Mótið tókst einstaklega vel, sex skólar sendu lið til keppninnar og voru tvær stúlkur og tveir drengir í hverju liði úr 9. og 10. bekk í sérhverjum skóla. Keppnin var lífleg og skemmtu bæði keppendur og áhorfendur sér konunglega. Hjallaskóli í Kópavogi sigraði í keppninni sem fór fram í íþróttahúsinu á Varmá. Mosfellingar lentu í öðru sæti og Smáraskóli í Kópavogi í 3. sæti. Mótið var tekið upp og sýnt á sjónvarpsstöðinni SÝN.596 Þessi nýlunda í íþróttalífinu átti sér ákveðinn aðdraganda, Valdimar Leó Friðriksson, sem þá var formaður UMSK, kann góð skil á því: „Þetta kom þannig til að Andrés Guðmundsson leitaði til okkar með ákveðnar hugmyndir um líkamsrækt fyrir grunnskólanemendur. Við stofnuðum skólafitness UMSK og héldum slíkt mót í Mosfellsbæ árið 2005. Þetta spurðist út og við lögðum til að Andrés kæmi á unglingalandsmót með einhverjar þrautir. Áhuginn varð mjög mikill hjá íþróttakennurum og skólum um allt land sem leiddi til þess að Andrés stofnaði sitt eigið fyrirtæki utan um skólahreysti grunnskólanna og framhaldið þekkja flestir.“597 Valdimar Leó Friðriksson og Andrés Guðmundsson með auglýsingu fyrir fyrsta mótið í skólahreysti sem var haldið árið 2005. Ellert Schram varð forseti ÍSÍ árið 1991, hann var eindregið fylgjandi því að UMFÍ og ÍSÍ myndu sameinast undir einum hatti. Næsta áratuginn voru mikil og stundum hörð skoðanaskipti um þessa hugmynd. Þórir Jónsson var formaður UMFÍ 1993–2001. Hann var algerlega andvígur sameiningu UMFÍ og ÍSÍ og beitti sér gegn þeirri hugmynd.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==