Aldarsaga UMSK 1922-2022

471 4. Er óþarfi að keppendur þurfi að forskrá sig löngu fyrir mótið? 5. Er almenn ánægja með að hafa sjö manna knattspyrnulið, líkt og í Borgarnesi? 6. Ætti að leggja meiri áherslu á almenningsíþróttir á landsmótum? 7. Er mikilvægt að hafa stigakeppni milli keppenda á landsmótum? 8. Ætti að opna landsmótið fyrir allt íþróttafólk?590 Þessi umræða var þörf og það urðu ákveðin tímamót við Borgarfjarðarbrúna sumarið 1997, hin hefðbundnu landsmót breyttust, að einhverju leyti tóku unglingalandsmótin og 50 plús mótin við hlutverki þeirra. Egill Skallagrímsson og rauða spjaldið Búi Kristjánsson teiknaði táknmynd landsmótsins sem sýndi svartskeggjaðan fornmann með merki UMSB upp á arminn. Hinn glaðhlakkalegi víkingur vísaði til Egils Skallagrímssonar sem ólst upp á Borg á Mýrum, hann iðkaði knattleik sem minnti nokkuð á íshokkí. Ekki verður sagt að Egill hafi sýnt mikinn drengskap á þeim velli og hann fengi fljótt að líta rauða spjaldið miðað við leikreglur nútímans. Í Egils sögu er greint frá þátttöku hans í knattleik sem fór fram á Hvítárvöllum í Borgarfirði: „En er þeir komu á leikmótið, þá var mönnum skipt þar til leiks, þar var og komið margt smásveina, og gerðu þeir sér annan leik; var þar og skipt til. Egill hlaut að leika við svein þann, er Grímur hét, sonur Heggs af Heggsstöðum; Grímur var ellefu vetra eða tíu og sterkur að jöfnum aldri. En er þeir lékust við, þá var Egill ósterkari; Grímur gerði og þann mun allan, er hann mátti. Þá reiddist Egill og hóf upp knatttréð og laust Grím, en Grímur tók hann höndum og keyrði hann niður fall mikið og lék hann heldur illa og kveðst mundu meiða hann, ef hann kynni sig eigi. En er Egill komst á fætur, þá gekk hann úr leiknum, en sveinarnir æptu að honum. Egill fór til fundar við Þórð Granason og sagði honum, hvað í hafði gerzt. Þórður mælti: „Ég skal fara með þér, og skulum við hefna honum.“ Hann seldi honum í hendur skeggöxi eina, er Þórður hafði haft í hendi; þau vopn voru þá tíð; ganga þeir þar til, er sveinaleikurinn var. Grímur hafði þá hent knöttinn og rak undan, en aðrir sveinarnir sóttu eftir. Þá hljóp Egill að Grími og rak öxina í höfuð honum, svo að þegar stóð í heila. Þeir Egill og Þórður gengu í brott síðan og til manna sinna; hljópu þeir Mýramenn þá til vopna og svo hvorirtveggju.“591 Merki mótsins. „Þá hljóp Egill að Grími og rak öxina í höfuð honum, svo að þegar stóð í heila.“ Mynd eftir Halldór Baldursson.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==