Aldarsaga UMSK 1922-2022

470 athugasemd af þessum sökum, það voru félögin úr Keflavík, Grindavík og Njarðvík og einnig Fjölnir í Grafarvogi. Þau fengu þó að vera áfram í tjaldbúðunum með ströngum skilyrðum. Grindvíkingar héldu uppteknum hætti kvöldið eftir og fór svo að lögregla var kölluð á vettvang og var þeim vísað úr tjaldbúðunum.585 Kristmar Ólafsson, framkvæmdastjóri mótsins, var bæði undrandi og vonsvikinn með þessa framkomu keppenda og sagði í viðtali við Dag-Tímann: „Ég var alveg gapandi hissa á þessu. Ég bjóst aldrei við þessu og við fullyrtum alltaf þegar við vorum að ræða við björgunarsveitir og aðra að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af þessu. … Já, þetta er leiðindablettur. Ég segi fyrir mig að ég er alveg rosalega svekktur með þetta.“586 Skarphéðinn vann HSK sigraði af öryggi í heildarstigakeppninni, hlaut 1552,5 stig, UMSK lenti í 2. sæti með 1357,25 stig, þessi tvö sambönd voru í sérflokki, en Borgfirðingar höfnuðu í 3. sæti með 847,5 stig. Í sögu UMFÍ fær mótið þessa umsögn: „Þrátt fyrir misjafnt veður voru flestir sammála um að landsmótið í Borgarnesi hefði tekist sérstaklega vel. Þar skipti sköpum mikil, markviss og skipuleg vinna landsmótsnefndar sem stóð með pálmann í höndunum og átti meira að segja dálítið í handraðanum þegar yfir lauk. Mótsslitin fóru fram um miðjan sunnudaginn í sól og blíðu og það voru brosleitir Skarphéðinsmenn sem tóku á móti bikarnum stóra fyrir sigur í mótinu. Árni Þorgilsson, formaður Skarphéðins, sem gaf gott fordæmi með öðru sæti í starfshlaupinu, gat verið stoltur af sínu harðsnúna liði sem fagnaði sigri einu sinni enn. Næstir komu Kjalnesingar en heimamenn náðu þeim frábæra árangri að verða í þriðja sæti. Með bros á vör í blíðunni kvöddust mótsgestir landsmótsins í Borgarnesi og héldu heim á leið góðum minningum ríkari.“587 Þátttaka UMSK í mótinu sýndi mikla breidd innan sambandsins, Svanur M. Gestsson, formaður UMSK, ritaði um mótið í ársskýrslu: „Árið var viðburðaríkt, en hæst bar í starfsemi sambandsins þátttaka í 22. landsmóti UMFÍ sem haldið var á glæsilegan hátt í Borgarnesi júlí s.l. Þangað mætti UMSK með myndarlegt lið keppenda og aðstoðarfólks að vanda. Vonir höfðu verið gerðar um sigur á mótinu en það gekk ekki eftir þó svo að íþróttafólkið okkar stæði sig með mikilli prýði og væri sambandinu og sjálfu sér til mikils sóma. Sigrar unnust í mörgum greinum og litlu munaði í öðrum. Stærsti sigurinn var þó liðið sjálft u.þ.b. 200 keppendur víðsvegar af sambandssvæðinu, úr ólíkum íþróttagreinum og á öllum aldri sem dvaldi þarna í glæsilegri tjaldbúð eins og stór og samrýmd fjölskylda. Það eru mikil forréttindi að fá að upplifa landsmót sem „faðir svo glæsilegrar fjölskyldu“ en það var mitt hlutskipti á mótinu. Ég færi Landsmótsnefnd UMSK þakkir fyrir þeirra frábæru störf sem og öðrum sem með einum eða öðrum hætti komu að störfum fyrir sambandið á þessu móti.“588 Er breytinga þörf? Öll skipulagsvinna á þessum stórviðburði var til fyrirmyndar en þrátt fyrir vel heppnað mót var nokkuð ljóst að endurskoða þyrfti umgjörð landsmótanna. Íslenskt samfélag og íþróttahreyfingin var að taka miklum breytingum og eðlilegt að framkvæmd landsmótanna yrði sett undir mæliker, líkt og annað. Einar Sigurðsson, formaður landsmótsnefndar UMSK, kjarnar þetta vel í ársskýrslu sambandsins fyrir árið 1997 og skrifar: „Næsta landsmót verður árið 2001 á Austfjörðum. Búið er að skipa nefnd til að endurskoða landsmótsreglugerðina. Nefndin stendur frammi fyrir þeirri staðreynd að róttækra breytinga á umfangi landsmótanna er þörf. Mikið vatn hefur runnið til sjávar í hreyfingunni síðustu árin og enn meira á eftir að renna til sjávar fram að næsta landsmóti. Ekki er meiningin að koma með tillögur í þessum efnum en ég hvet menn til að skoða málin frá öllum hliðum með opnum huga.“589 Eftir landsmótið tók til starfa sérstök endurskoðunarnefnd fyrir framtíðarskipulag landsmóta og sat í henni meðal annarra Birgir Ari Hilmarsson frá UMSK. Meðal spurninga sem nefndin velti fyrir sér voru: 1. Standa landsmótin yfir í of marga daga? 2. Ætti að stefna að því að hafa ókeypis inn á mótin fyrir almenning? 3. Er óheppilegt að hafa mótið dreift á marga staði, líkt og gerðist 1997? Sumum kom það spánskt fyrir sjónir þegar dönsku fimleikamennirnir hófu reykingar í Hyrnunni í Borgarnesi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==