Aldarsaga UMSK 1922-2022

47 fjórðungssamböndin niður og á þingi FS vorið 1922 lauk formlegri sögu þess. Skattar félaganna fyrir það ár voru endurgreiddir, skuldum skipt niður á væntanleg héraðssambönd og þeir litlu fjármunir sem til skiptanna voru látnir renna til Skinfaxa. Lokaorð þinggerðarinnar voru: Að lokum mintist ritari fjórðungsins hr. Björn Birnir með nokkrum orðum Sunnlendingafjórðungs sem nú hjeldi sitt síðasta þing. En því næst leysti fjórðungsstjóri [Magnús Stefánsson] fjórðunginn upp með stuttri minningar og hvatningarræðu. Fundargerð lesin upp og samþykt. Þingi slitið. Magnús Stefánsson forseti. Guðbj. Guðmundsson, Aðalst. Sigmundsson ritarar.5 UMSK verður til Nú fóru í hönd miklir breytingatímar í skipulagi ungmennafélagshreyfingarinnar, ekki síst á Suður- og Vesturlandi. Íþróttasambandinu Skarphéðni var breytt í héraðssamband (HSK) haustið 1922 og Héraðssamband Snæfells- og Hnappadalssýslu (HSH) leit dagsins ljós um svipað leyti. Í Borgarfirði hafði UMSB starfað um árabil og UMSD í Dalasýslu. Þá voru aðeins eftir hin dreifðu félög í Reykjavík og nágrenni. Í Skinfaxa var gefið til kynna að félagssvæði verðandi sambands næði frá Selvogi að Hvalfirði að meðtöldu Reykjanesi. Á þessu víðáttumikla landsvæði voru þá aðeins fjögur ungmennafélög starfandi. Það voru Ungmennafélag Reykjavíkur, Afturelding í Mosfellssveit, Drengur í Kjós og Ungmennafélag Miðnesinga í Sandgerði. Félagsmenn þeirra voru 260 að tölu. Fjölmennast var Afturelding með 80 félaga, Umf.R átti 75, Drengur 60 en fámennastir voru Miðnesingar með 45 félaga. Félögin fjögur voru hvert með sínu móti en mestur samhljómur var á milli nágrannafélaganna í Kjós og Mosfellssveit, Aftureldingar og Drengs. Þegar hér var komið sögu héldu þau árlega íþróttamót sín á milli sem hófust sumarið 1918. Þetta leiddi af sér enn frekari samvinnu á íþróttasviðinu, einkum í víðavangshlaupum. Ungmennafélag Miðnesinga var nýtt af nálinni, stofnað 1920, en Ungmennafélag Reykjavíkur var gamalgróið stórveldi. Þrátt fyrir glæsta fortíð voru innviðir þess farnir að fúna og þremur árum eftir stofnun UMSK var saga þess öll. Gjörðabækur sambandsins fyrsta áratuginn eru glataðar en frásögn af stofnþinginu hefur varðveist í Skinfaxa sem bjargar málunum eins og oftar. Lokaverk fulltrúanna á síðasta þingi FS var að skipa þriggja manna nefnd til að undirbúa stofnun héraðssambands. Hana skipuðu þau Guðbjörn Guðmundsson, gjaldkeri Umf. Reykjavíkur, Ellert Eggertsson, formaður Drengs, og Guðrún Björnsdóttir, fundarstjóri Aftureldingar. Nefndin hafði samband við félögin fjögur og boðaði þau til stofnMagnús Stefánsson, dyravörður í Stjórnarráðinu, var síðasti formaður Fjórðungssambands Sunnlendinga sem var lagt niður árið 1922. Guðbjörn Guðmundsson, prentari, var fyrsti formaður UMSK. Þorlákur Björnsson var fyrsti gjaldkeri UMSK. Guðrún Björnsdóttir frá Grafarholti var fyrsti ritari UMSK.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==