Aldarsaga UMSK 1922-2022

469 Starfsíþróttir Dráttarvélaakstur var gamalgróin landsmótsgrein en keppnisreglurnar tóku nokkrum breytingum í Borgarnesi, í samræmi við ný vinnubrögð í notkun dráttarvéla. Keppt var á stærri vélum en áður og nú áttu ökuþórarnir að nota ámoksturstæki, færa stórt saltkar á milli vagna og tengja síðan dráttarvélina við vagn. Loks áttu þeir að aka um keppnisbrautina án þess að snerta hlið sem höfðu verið sett upp, einnig tóku þeir krossapróf í dráttarvélafræðum og „… sýndu oft ótrúleg tilþrif í brautinni og beygðu og bökkuðu með aftanívagn líkt og þeir væru við stýrið á Austin Mini.“583 Benedikt Hjaltason, sem keppti fyrir UMSE, varð hlutskarpastur í þessari keppni. Hrossadómar. Sérstök dómnefnd dæmdi sköpulag og kosti hestanna og samtímis dæmdu keppendur sömu hrossin. Sú keppnissveit sem sýndi minnstu frávikin frá niðurstöðum dómnefndar bar sigur úr býtum, að þessu sinni voru það heimamenn úr UMSB. Jurtagreining. Keppnin fór fram á Hvanneyri og hæfði það vel þessu grasgefna landsvæði. Fyrir mótið höfðu keppendur fengið lista yfir 100 plöntur sem komu til greina á mótinu, af þeim voru 40 plöntur valdar og að auki voru til staðar fimm plöntur sem voru ekki á listanum og gátu komið keppendum í opna skjöldu. Svo fóru leikar að tveir keppendur gátu nafngreint allar 40 plönturnar umsvifalaust, þetta voru Sesselja Ingólfsdóttir frá Fornhaga í Hörgárdal og Hjördís Haraldsdóttir, þær kepptu báðar fyrir UMSE. Efnt var til bráðabana milli þeirra, þar hafði Sesselja betur, þekkti allar fimm plönturnar en Hjördís þekkti fjórar, sannarlega mjótt á mununum þar. Línubeiting. Þessi grein var fólgin í því að setja beitu á öngla og raða línunni í stampa, bæði fljótt og vel. Á landsmótum vakti þessi keppni ævinlega athygli áhorfenda sem undruðust mjög hve fljótir keppendur voru við þessa iðju. Tveir þeirra voru jafnir að stigum í Borgarnesi, þeir Björn Dúason HSK og Jósteinn Hreiðarsson HSÞ, Björn hafði sigur þar eð hann notaði skemmri tíma. Pönnukökubakstur og að leggja á borð. 22 keppendur tóku þátt í pönnukökukeppninni sem fór fram í tjaldi á barnaskólalóðinni í Borgarnesi. Þátttakendur komu með eigin uppskrift en skilyrði var að hafa ákveðið magn af hveiti og eitt hænuegg í henni og baka að minnsta kosti 25 hæfilega þykkar pönnukökur úr deiginu. Þetta var einnig keppni við klukkuna og keppendur urðu að ganga snyrtilega um. Þrír heimilisfræðikennarar skipuðu dómnefndina sem kvað upp sinn úrskurð eftir að hafa gætt sér á glóðvolgum pönnsunum. Húnvetningurinn Guðbjörg Hinriksdóttir stóð uppi sem sigurvegari og vann það afrek að sigra einnig í greininni „að leggja á borð“, hún sagði í viðtali í DV um þennan tvöfalda sigur: „Þetta er rosalegt og ég átti nú ekki von á þessu. Þetta er búið að vera gaman en aðalatriðið er nú samt að vera bara með.“584 Starfshlaup. Að venju vakti starfshlaupið mikla athygli, margir keppendur mættu til leiks í rigningu á laugardeginum, þeir voru ræstir með mínútu millibili og hlupu góðan hring á frjálsíþróttavellinum. Á leiðinni þurftu þeir að leysa margvíslegar þrautir, færa fjóra heybagga milli stöðva, sparka þremur boltum í lítið mark, gangast undir „greindarpróf“, smíða lítinn trékassa, sauma, aka hlöðnum hjólbörum eftir planka og hlaupa í poka. Gunnar Þór Garðarsson UMSE reyndist hlutskarpastur í þessum þrautum. Guðmundur Hallgrímsson UÍA tók þátt í hlaupinu og hljóp einnig 200 m sprett í 1000 m boðhlaupi, hann tók þarna þátt í sínu 13. landsmóti, rúmlega sextugur að aldri. Sund. Keppnin fór fram í nýju sundlauginni í Borgarnesi og snerist mikið um einvígi milli Keflvíkinga og HSK um sæti og stig, önnur félög hömpuðu ekki gullverðlaunum í keppninni. Í liði Keflvíkinga voru systkinin Eydís og Magnús Konráðsbörn sigursæl og einnig Arnar Freyr Ólafsson úr HSK, hann og Eydís voru stigahæst og unnu bestu afrekin samkvæmt stigatöflu. Í heildina var árangurinn mjög góður, keppt var í 20 greinum og voru sett landsmótsmet í 16 þeirra. Stóru tíðindin voru þau að Keflvíkingar höfðu sigur í stigakeppninni, fengu 333 stig og bundu þar með enda á langa sigurgöngu HSK-liðsins sem fékk 298 stig. UMSK hafnaði í þriðja sæti með 222 stig. Reykur og drykkur Landsmótið var reyklaust og víða um mótssvæðið mátti sjá skilti sem benti fólki á að reykja ekki. En sinn er siður í landi hverju og það kom mörgum spánskt fyrir sjónir þegar liðsmenn danska fimleikaflokksins, sem sýndu listir sínar á mótinu, hófu reykingar í matsal Hyrnunnar í Borgarnesi. Þegar þeim var bent á að það væri óheimilt drápu þeir tafarlaust í vindlingunum. Verra var það með áfengið að þessu sinni því mikið bar á ölvun í keppendabúðunum aðfaranótt föstudagsins. Daginn eftir fengu fjögur ungmennafélög skriflega

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==