Aldarsaga UMSK 1922-2022

468 sigruðu Helgi Kjartansson úr HSK, Arngeir Friðriksson úr HSÞ og Ingibergur Sigurðsson frá Ungmennafélaginu Víkverja. Þingeyingar unnu stigakeppnina í glímu. Golf. Í fyrsta skipti á landsmóti taldist golfið með í stigakeppninni, í sérhverju liði voru þrír kylfingar. Þátttaka var frekar dræm, heimamenn úr UMSB unnu í karlaflokki en Snæfellingar í kvennaflokki. Handknattleikur kvenna. Handboltinn var leikinn utandyra á malbiki, á laugardeginum hellirigndi á keppendur en sólin skein á sunnudeginum þegar lið UMSK og Keflvíkingar tókust á um gullið. Stúlkur úr Stjörnunni mynduðu lið UMSK að þessu sinni og höfðu sigur, markatalan var 25–21. Hestaíþróttir. Hestaíþróttir voru metnar til stiga í fyrsta skipti á landsmóti og UMSK-fólk var sigursælt á gæðingum sínum: Sigurður Sigurðarson vann töltkeppnina á hryssunni Kringlu, Birgitta Magnúsdóttir vann fjórganginn á Óðni og Björgvin Jónsson sigraði í gæðingaskeiði á Pæper. Knattspyrna. Sú breyting var gerð á landsmótinu að leikmönnum var fækkað niður í sjö og keppnisvellir minnkaðir. Sérhvert héraðssamband mátti senda tvö lið til leiks sem hlaut góðar undirtektir og fjölgaði liðunum úr 12 í 28. Í liði Vestur-Skaftfellinga (USVS) var Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra og hafði gaman af þátttökunni, þrátt fyrir misjafnt gengi liðsins í keppninni. Riðlakeppnin fór fram á Hvanneyrartúnum, í kvennaflokki kepptu tvö lið frá UMSK og fór svo að þau kepptu til úrslita á mótinu þar sem B-liðið sigraði A-liðið með fjórum mörkum gegn engu. Í karlaflokki kepptu lið Magna á Grenivík (fyrir HSÞ) og Fjölnir í Grafarvogi til úrslita í fjörugum leik þar sem Fjölnir hafði betur, leikurinn fór 5–2. Körfuknattleikur karla. Njarðvíkingar og Grindvíkingar komust í úrslit og þar mættust stálin stinn í miklum nágrannaslag. Aðeins eitt stig skildi liðin að í lokin, 98-97, en sigurinn féll Njarðvíkingum í skaut. Lið UMSK lenti í 8. sæti. Skák. Ungmennafélagið Geisli frá Súðavík sigraði í skákkeppninni eftir hnífjafna keppni við UÍA. Í 3.–4. sæti voru UMSK og UMSE. Á föstudagsmorguninn var rafmagnslaust í Borgarnesi um stund og teflt við kertaljós á meðan, um það var ort: Myrkraverkin vond og grimm vaða uppi í salnum; peðin drepin fjögur, fimm, fósar liggja í valnum. BB. Stjörnustúlkur kepptu fyrir hönd UMSK í handknattleik og komu, sáu og sigruðu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==